Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 11. september, var haldinn 375. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Edda Þórarinsdóttir og Jóhann L. Torfason fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Fundur hófst á því að Hanna Birna Kristjánsdóttir tilkynnti úrsögn sína úr menningarmálanefnd. Gísli Marteinn Baldursson mun taka sæti hennar. Nýr varamaður D-listans í menningarmálanefnd verður Anna Eyjólfsdóttir. Hönnu Birnu var þökkuð góð samvinna og störf. Formaður minntist Friðjóns Guðröðarsonar varamanns Ásrúnar Kristjánsdóttur í menningarmálanefnd en hann lést á liðnu sumri.

2. Lögð fram til samþykktar tillaga þess efnis að Steinunn Birna Ragnarsdóttir verði skipuð fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Musica Nova - Nýsköpunarsjóðs tónlistar. Samþykkt. Samþykktir að sjóðnum munu verða lagðar fram til samþykktar á næsta fundi. (R02050040)

3. Umsóknir um starfslaun listamanna 2004 (R03050153) og umsóknir um starfssamninga 2004-2006 (R03060065) lagðar fram til kynningar.

4. Lögð fram til samþykktar tillaga um vinnulag við úthlutun starfslauna 2004 og starfssamninga 2004-2006 ásamt skipun í faghópa til ráðgjafar. Í starfshóp sem metur umsóknir um starfslaun eru tilnefnd: Áslaug Thorlacius, Þórunn Ósk Marinósdóttir og Ólafur Haukur Símonarson. Í starfshóp sem metur umsóknir um starfssamninga í sviðslistum eru tilnefnd: Edda Þórarinsdóttir, Ragnheiður Tryggvadóttir og Dofri Hermannsson. Samþykkt. Stefnt er að því að ákvörðun menningarmálanefndar um úthlutun starfslauna og starfssamninga verði tekin á fundi 23. október nk.

5. Lagt fram til kynningar 6 mánaða uppgjör menningarmála.

6. Lögð fram til kynningar drög að lýsingu f. útboð vegna reksturs Iðnó. Einnig lagt fram ódags. bréf frá núverandi rekstraraðila Iðnó Margréti Rósu Einarsdóttur. Menningarmálastjóra falið að koma með tillögu fyrir næsta fund að afgreiðslu málsins. (R02120111)

7. Lagðar fram til kynningar hugmyndir um myndlistarútlán sbr. Artótek í Borgarbókasafni Helsinki. Borgarbókavörður mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

8. Lagt fram kynningarefni starfshóps um stofnun sjóminjasafns í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir fulltrúi starfshópsins mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Samþykkt að fá borgarminjavörð á fund fljótlega vegna málsins. (R01050096)

- Kl. 10.30 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.

9. Fólkvangur - menningarhús Kjalarness. Frestað. (R02040149)

10. Lagt fram til kynningar ódagsett erindi Íslenskrar Tónverkamiðstöðvar þar sem kynntar eru hugmyndir að húsi tónlistarinnar í Reykjavík. (03080028) Ásrún Kristjánsdóttir fulltrúi Reykjavíkurlistans óskaði bókað:

Brýnt er að Reykjavíkurborg leiti leiða til að leigja viðunandi húsnæði fyrir rekstur Íslenskrar Tónverkamiðstöðvar til framtíðar.

11. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra dags. 22. júní 2003 ásamt bréfi fjármálastjóra dags. 30. júní s.á. varðandi úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2004. (R03060140)

- Kl. 10.55 vék Hanna Birna Kristjánsdóttir af fundi.

12. Lagt fram til kynningar erindi frá Fornleifavernd ríkisins, dags. 14. júlí 2003, þar sem kynnt er tilvist þessarar nýju ríkisstofnunar og óskað eftir samvinnu varðandi fornleifaskráningu. (R01120235)

13. Lögð fram til kynningar ný samþykkt stjórnkerfisnefndar um skiptingu Reykjavíkurborgar í hverfi og samþykkt var í borgarráði 16. júní sl. ásamt samþykkt um hverfisráð í Reykjavík sem samþykkt var í borgarstjórn 19. júní 2003. (R03010146)

Fundi slitið kl. 11.05

Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason