Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 12. júní, var haldinn 374. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 10.10. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir fulltrúar BÍL, Signý Pálsdóttir og Eva Dögg Kristbjörnsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Formaður hóf fund á því að bjóða nýjan fulltrúa BÍL, Eddu Þórarinsdóttur leikara, velkomna. (R02060081)

2. Lögð fram til samþykktar tillaga að borgarlistamanni 2003 sem útnefndur verður 17. júní nk. Samþykkt. (R03050172) Jafnframt var lögð fram tillaga til borgarráðs að breytingum á 3. grein reglna um borgarlistamann. Tillögunni fylgdi greinargerð. (R00020069) Tillagan var samþykkt.

3. Lögð fram til samþykktar breytingartillaga til borgarráðs að orðalagi 3., 6. og 7. greina reglna um starfslaun listamanna. Tillögunni fylgdi greinargerð. (R02080032) Tillagan var samþykkt.

4. Lögð fram til samþykktar svohljóðandi tillaga til borgarráðs vegna starfssamninga til allt að þriggja ára:

Menningarmálanefnd leggur til við borgarráð að samþykkt verði að auglýsa starfssamninga til allt að þriggja ára við sjálfstæð leikhús, gallerí, söfn, tónlistarhópa, hátíðir og aðra sem til greina koma. Framlagið komi úr rekstrarramma menningarmála eins og ráð hefur verið gert fyrir í þriggja ára áætlun 2004-2006.

Tillögunni fylgdi greinargerð. Tillagan var samþykkt (R03060065)

5. Lögð fram til samþykktar tillaga að skipun Þorgerðar E. Sigurðardóttur sem fulltrúa menningarmálanefndar í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2004. Tillagan var samþykkt. (03050133)

6. Stefnukort menningarmála. Frestað.

7. Lagt fram að nýju til kynningar bréf borgarráðs dags. 19. maí sl. þar sem tilkynnt er tilnefning Ármanns Jakobssonar og Tinnu Traustadóttur í stjórn Kjarvalsstofu í París til þriggja ára. Jafnframt var kynnt um skipan Hannesar Sigurðssonar sem fulltrúa menntamálaráðuneytis í stjórnina. (R03040044)

8. Lagt fram að nýju erindi ÍTR dags. 12. maí sl. þar sem óskað er eftir umsögn menningarmálanefndar um erindi Halldórs Einarssonar dags. 26. mars 2003 um minnisvarða um Melavöllinn í Reykjavík. Menningarmálanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að erindinu verði vísað til borgarráðs. Jafnframt leggur nefndin til að borgarráð feli menningarmálanefnd að vinna að framgangi málsins. (R03030184)

9. Lögð fram að nýju til kynningar greinargerð hljómsveitarinnar Ensími þar sem þökkuð er styrkveiting. (03010204)

10. Lögð fram að nýju til kynningar greinargerð Áslaugar Thorlacius um Mondriaastofnunina í Hollandi. Nefndin samþykkti að óska eftir formlegu erindi varðandi málið frá Sambandi ísl. myndlistarmanna.

11. Lagt fram að nýju svar forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 11. maí sl. varðandi kvikmyndahátíðina Nordisk Panorama, 5 Cities Film Festival sem vísað var til umsagnar Höfuðborgarstofu 13. mars sl. Menningarmálanefnd fagnar tilkomu kvikmyndahátíðarinnar og leggur til að Höfuðborgarstofa vinni að framgangi málsins þar sem framkvæmd atburða er ekki á verksviði menningarmálanefndar. (R03030024)

12. Lagt fram til kynningar yfirlit, dags. 7. apríl sl. um viðskipti Ljósmyndasafns við Innkaupastofnun Reykjavíkur.

13. Lagt fram til kynningar afrit af svari borgarlögmanns til Þjóðminjasafns Íslands dags. 7. maí sl. vegna óskar safnsins um leyfi til fornleifarannsókna á Þingnesi. (R03030080)

14. Lagðar fram til afgreiðslu eftirtaldar styrkumsóknir:

Kirkjulistahátíð 2003 - samþykkt að veita viðbótarstyrk að upphæð kr. 300 þúsund (03050072)

Gríman leiklistarhátíð. Menningarmálanefnd sá sér ekki fært að verða við erindinu. Rúnar Freyr Gíslason sat hjá við afgreiðslu málsins. (03040088) 15. Kynning á tillögu að sýningarskála og forhönnun sýningar á fornleifum við Aðalstræti. Borgarminjavörður, Hjörleifur Stefánsson, Stefán Örn Stefánsson og Þórunn S. Þorgrímsdóttir mættu á fundinn vegna málsins og kynntu tillögurnar.

Fundi slitið kl. 12.20

Stefán Jón Hafstein
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Rúnar Freyr Gíslason