Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGARMÁLANEFND
Ár 2003, fimmtudaginn 22. maí, var haldinn 373. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Rúnar Freyr Gíslason og Tinna Traustadóttir. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Kjartan Ólafsson fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð 65. fundar stjórnar Ásmundarsafns.
2. Lagt fram yfirlit yfir listaverkakaup innkaupanefndar Listasafns Reykjavíkur tímabilið desember 2002 til maí 2003. (R02090171)
3. Lagt fram erindi frá stjórn Bandalags sjálfstæðu leikhúsanna, dags. 15. maí 2003, og varðar samstarfssamninga við sjálfstæð leikhús í Reykjavík til næstu 3ja ára. (R03050012)
- Kl. 09.20 tók Ásrún Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
4. Samþykkt að fresta auglýsingu um starfslaun listamanna þar til eftir næsta fund vegna hugmynda um nýtt fyrirkomulag þeirra. (R03050153)
5. Lagt fram minnisblað dags. 21. maí 2003 sem er svar fræðslustjóra Reykjavíkur við fyrirspurn Rúnars Freys Gíslasonar frá 10. apríl sl. um lista- og menningarstarf í grunn- og leikskólum borgarinnar. Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Fulltrúi frá Leikskólum Reykjavíkur boðaði forföll. (R03040076)
6. Lögð fram svohljóðandi tillaga v/nýs samnings um endurgjaldslaus afnot Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík að Nýlendugötu 13B og 15. Tillögunni fylgdi greinargerð. (R03040132)
Menningarmálanefnd leggur til að gerður verði nýr samningur um endurgjaldlaus afnot Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík af Nýlendugötu 13B og 15. Leigutímabil hefjist hinn 1. maí 2003 og ljúki hinn 31. júní 2008 án uppsagnar. Gagnkvæmur uppsagnafrestur er sex mánuðir. Verði um framlengingu að ræða skal gera nýjan samning. Samningurinn verði að öðru leyti til samræmis við samning skrifstofu menningarmála og Fasteignastofu.
Tillagan var samþykkt.
7. Umræður um borgarlistamann 2003 sem tilnefndur verður 17. júní nk. (R03050172) Frestað til næsta fundar.
8. Lagðar fram að nýju til afgreiðslu styrkumsóknir frá Kammersveit Reykjavíkur (03050041), Kjartani Óskarssyni v/Victor Urbancic (03040139) og Ólafi G. Guðlaugssyni v/Benedikt búálfur (03050008) Menningarmálanefnd getur ekki orðið við erindunum.
9. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir frá Kirkjulistahátíð (03050072) og Hallgrími Óskarssyni v/Eurovision (03050086) Menningarmálanefnd getur ekki orðið við erindunum. Afgreiðslu styrkumsóknar frá Grímunni, íslensku leiklistar-verðlaununum (03040088) var frestað.
10. Tilnefning menningarmálanefndar í dómnefnd um Bókmennta-verðlaun Tómasar Guðmundssonar (R03050133). Frestað.
Öðrum málum á dagskrá frestað.
Fundi slitið kl. 11.20
Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason
Tinna Traustadóttir