Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 3. júlí, var haldinn 355. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn að Pósthússtræti 7, 4. hæð og hófst hann kl. 8.30. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason og Gísli Marteinn Baldursson. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

1. Lagt fram skipunarbréf menningarmálanefndar dags. 26. júní sl.

2. Borgarminjavörður gerði grein fyrir verksviði nefndarinnar er lýtur að minjavörslu, húsafriðun, skipulagsmálum o.fl. sbr. nýja samþykkt fyrir menningarmálanefnd og Minjasafn Reykjavíkur.

Borgarminjavörður lagði einnig fram og gerði grein fyrir umsögn sinni um deiliskipulag Suðurgötukirkjugarðs sem Skipulags- og byggingarsvið óskaði eftir í bréfi dags. 23. maí sl. Umsögnin var samþykkt. 3. Borgarminjavörður lagði fram ódagsett minnisblað og samstarfssamning um Rekstrarfélag Sarps dags. 21. júní sl. og kynnti aðild Árbæjarsafns – Minjasafns Reykjavíkur að Sarpi sem er menningarsögulegt gagnasafn. Borgarminjavörður hefur þegar undirritað samninginn með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Frestur til að skila inn samþykki rennur út 1. september nk. Frestað.

4. Umræður um fasta fundartíma nefndarinnar. Frestað.

5. Svohljóðandi tillaga að dómnefnd um tónlistarhóp Reykjavíkurborgar lögð fram og samþykkt:

Steinunn Birna Ragnarsdóttir, formaður, tilnefnd af R-lista Rúnar Freyr Gíslason, tilnefndur af D-lista Margrét Bóasdóttir, tilnefnd af Félagi ísl. tónlistarmanna (FÍT) Árni Scheving, tilnefndur af Félagi ísl. hljómlistarmanna (FÍH) Þórir Baldursson, tilnefndur af Bandalagi ísl. listamanna (BÍL) 6. Skipun eins fulltrúa í innkaupanefnd listaverka til Listasafns Reykjavíkur. Frestað.

7. Lögð fram til samþykktar svohljóðandi tillaga v. starfssamninga við sviðslistahópa:

Menningarmálanefnd leggur til að á árinu 2002 renni 3.3 millj. kr. til leigusamnings við Loftkastalann fyrir sviðslistahópa í borginni frá 1. júlí 2002 og á árinu 2003 6.6 millj. kr. Upphæðin miðast við 550 þús. kr. á mánuði í 18 mánuði. Jafnframt leggur menningarmálanefnd til að auglýstir verði að nýju starfssamningar við sviðslistahópa frá 17. ágúst 2002 til ársloka 2003. Til þeirra verði varið 3.1 millj. kr. á árinu 2002 og 7.4 millj. kr. á árinu 2003. Tillögunni fylgdi greinargerð. Tillagan var samþykkt og menningarmálastjóra falin afgreiðsla málsins. Jafnframt óskaði nefndin eftir greinargerð menningarmálastjóra um framtíðarnýtingu Iðnó á haustfundi.

8. Samþykkt að fela menningarmálastjóra að koma með tillögu að breyttum starfsreglum vegna starfslauna listamanna.

9. Lagt fram til kynningar erindi með styrkbeiðni dags. 27. júní sl. frá Helgu Arnalds og Hallveigu Thorlacius. Vísað til umsókna um starfssamninga við sviðslistahópa sem auglýst verður á næstunni, sbr. 7. lið og auglýsingar um styrki menningarmálanefndar í haust.

Fundi slitið kl. 11.00

Stefán Jón Hafstein
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Rúnar Freyr Gíslason
Ásrún Kristjánsdóttir Gísli Marteinn Baldursson