Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 30. maí hélt menningarmálanefnd sinn 331. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu: Anna Geirsdóttir, formaður í fjarveru Guðrúnar Jónsdóttur, Eyþór Arnalds, Júlíus Vífill Ingvarsson, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, María Karen Sigurðardóttir, Svanhildur Bogadóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, Valgerður Bergsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir, sem skráði fundargerð. Gestir fundarins voru Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Guðbrandur Benediktsson og Jóhannes Kjarval.

1. Listaverkakaup. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Páll Guðmundsson: "Gamall maður", 1989 - höggmynd, flikruberg "Söngkonan", 1997 - höggmynd, líparít Hlynur Helgason: "Málverk 9.99", 1999 - olía á striga "Málverk 10.99", 1999 - olía á striga "Frá Ártúnsholti vestur Miklubraut að Granda - með hugsunum", 2000 - myndbandsverk Guðrún Gunnarsdóttir: "Genateikning II", 2001- vír 210x54x17 cm "Snjór", 2000 - pappírsþræðir, blek Kristján Davíðsson: "Án titils", 1948 - olía á striga, 40 x 54 cm Ásta Ólafsdóttir: "Vinarþel", 1996 - viður, baðmull, kúlupenni, 220 x 33 cm Hrafnkell Sigurðsson: "Án titils", 2001 - ljósmynd (Lambda print) "Án titils", 2001 - ljósmynd (Lambda print) Karin Sander: "Finnbogi Pétursson, 1:10" 2000 3-D bodyscan of the living person, computer generated ABS plastic & airbrushed colour Tillagan var samþykkt.

2. Menningarmálastjóri kynnti endanlega skipun dómnefndar um bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar; Soffía Auður Birgisdóttir, formaður, tilnefnd af borgarráði, Þórey Friðbjörns-dóttir, tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands og Árni Sigurjónsson, tilnefndur af menningarmálanefnd.

3. Borgarskjalavörður kynnti framhald menningarborgarsamstarfs við nokkrar borgir. Hún mun leggja tillöguna fram að nýju þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir.

4. Borgarbókavörður kynnti breytingu á rekstri bókabíla. Með nýrri áætlun bókabíls sem stefnt er að taki gildi 1. september nk. mun nýi bókabíllinn leysa af hólmi báða gömlu bílana. Þjónusta við borgarbúa verður engu minni þótt áætlun og rekstri verði breytt.

5. Borgarminjavörður kynnti tillögu arkitekta um hvernig byggja megi í kringum og varðveita þannig rústirnar í Aðalstræti.

- Kl. 13.00 tók Eyþór Arnalds sæti á fundinum.

6. Kynning Borgarskipulags á Barónsreit. Jóhannes Kjarval kynnti. Júlíus Vífill Ingvarsson gerði athugasemd við að menningarmálanefnd fengi málið til kynningar þegar búið væri að senda það í auglýsingu og gerir það álit nefndarinnar þ.a.l. óþarft.

- Kl. 13:10 vék Elísabet B. Þórisdóttir af fundi.

7. Samstarfssamningur um Rekstrarfélagið Sarp. Anna Guðný Ásgeirsdóttir, fjármálastjóri Þjóðminjasafns mætti á fundinn til að skýra ýmis óljós atriði varðandi samninginn. Frestað til næsta fundar.

8. Önnur mál. Forstöðumaður Gerðuberg sagði frá að þ. 1. júní nk. tæki sjálfstæður aðili við rekstri veitingasölu Gerðubergs.

Fundarmönnum afhent kynning á menningarblaðinu Fálkanum, sem mun koma út á ný í júlí, eftir 35 ára hlé.

Tryggvi M. Baldvinsson og Valgerður Bergsdóttir fulltrúar BÍL í menningarmálanefnd kvödd og þökkuð vel unnin störf. Í lok fundarins var fundarmönnum boðið að skoða fornleifaupp-gröftinn í Aðalstræti.

Fundi slitið kl. 13.45

Anna Geirsdóttir
Eyþór Arnalds
Júlíus Vífill Ingvarsson