No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2006, laugardaginn 18. febrúar, var haldinn 23. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Hafnarhúsi – Listasafni Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.30. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður og Ásrún Kristjánsdóttir. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Áslaug Thorlacius. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir
Þetta gerðist:
Opinn fundur, málþing og umræður um stefnumótun listar í opinberu rými.
Fundarefni: Hvert er hlutverk og eðli listar í almenningsrými?
Fundurinn hófst með fyrirlestri Charlotte Cohen um strauma og stefnur samtímans í list í almenningsrými. Í kjölfarið voru opnar umræður um stefnumótun Reykjavíkurborgar á list í opinberu rými og hófust þær með ávarpi frá þverfaglegum hópi sem ætlað er að leggja grunn að stefnumótun um list í almenningsrými. Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur leiðir hópinn en hann skipa Ólöf Nordal myndlistarmaður, Júlíana Gottskálksdóttir listsagnfræðingur, Dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfæðingur, Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi og Pétur H. Ámannsson arkitekt.
Tillaga að stefnu, sem tekur m.a. til starfshátta við val verkefna, listamanna og listaverka verður í kjölfarið lögð fyrir menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar.
Áætlaður fjöldi fundargesta var 50 manns.
Almennar umræður stóðu til kl. 16.30 þegar fundi lauk. (RMF06020012)
Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir