Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

STJÓRN HÖFUÐBORGARSTOFU

Ár 2004, miðvikudaginn 15. desember, var haldinn 24. fundur stjórnar Höfuðborgarstofu. Fundurinn var haldinn að Ingólfsnausti og hófst hann kl. 12.00. Viðstaddir voru Dagur B. Eggertsson, formaður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Felix Bergsson, Hrönn Greipsdóttir og Guðjón Arngrímsson. Guðmundur Þóroddsson boðaði forföll. Þar eð um síðasta fund stjórnar er að ræða voru varamenn jafnframt boðnir til fundarins: Þórunn Sigurðardóttir, Andri Snær Magnason og Bjarnheiður Hallsdóttir. Aðrir boðuðu forföll. Auk þeirra var Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu viðstödd og ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit forstöðumanns með yfirliti um helstu verkefni.

2. Formaður greindi frá undirbúningi við stofnun nýs sviðs menningar- og ferðamála sem Höfuðborgarstofa mun tilheyra. Nýtt menningar- og ferðamálaráð tekur til starfa um áramót. Lögð var áhersla á að finna nýjan og virkan samráðsvettvang við ferðaþjónustuna sem gæti starfað í samhengi við nýtt ráð.

3. Stöðugreining stefnumótunar í ferðamálum. Lögð fram úttekt á stöðu forgangsverkefna í ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2004 - 2010. 60#PR verkefna eru komin í farveg – allmörg á undan áætlun.

4. Lagt fram bréf Einars Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íslensku tónlistarverðlaunanna dags. 14. desember 2004 þar sem óskað er eftir styrk kr. 250.000 til þriggja ára. Jafnframt verði útflutningsverðlaun Reykjavíkur Loftbrúar liður í verðlaunaafhendingunni til jafn langs tíma. Samþykkt og forstöðumanni falið að ganga frá samningi.

5. Erindi og samstarfsverkefni:
• Erindi frá Steinunni Knútsdóttur dags. 25.11.04 þar sem óskað er eftir aðkomu Höfuðborgarstofu að fyrirhugaðri setningu í Ráðhúsi Reykjavíkur norræna verkefnisins Break the Ice – mót listamanna á Íslandi – í maí 2005. Verkefnið fellur ekki innan ramma Höfuðborgarstofu en umsækjanda skal bent á að réttur farvegur sé að senda formlegt erindi til forsætisnefndar.
• Erindi Adapter tónlistarhópsins, ódagsett, þar sem óskað eftir stuðningi við tónleikahald í Listasafni Íslands 19. og 23. þ.m. Erindinu hafnað.
• Tillaga markaðsstjóra Höfuðborgarstofu um að veitt verði allt að 500.000 kr. til samstarfsverkefnisins ,,Musikantenstadl á Íslandi” sem miðar að því að kynna Reykjavík og Ísland á mörkuðum í Þýskalandi, Austurríki og Sviss.
Samþykkt.

6. Önnur mál:
Þórunn Sigurðardóttir greindi frá kynningaráætlun Listahátíðar í Reykjavík og samstarfi við alþjóðlegt kynningarfyrirtæki. Höfuðborgarstofa mun vinna með LHR að kynningarmálum.

DBE og VÞV þökkuðu stjórnarmönnum og starfsfólki Höfuðborgarstofu fyrir farsælt samstarf á umliðnum árum.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30

Dagur B. Eggertsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hrönn Greipsdóttir
Felix Bergsson Guðjón Arngrímsson