Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, miðvikudaginn 10. nóvember, var haldinn 400. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL, Gísli Helgason, fulltrúi F-lista, Signý Pálsdóttir og Hermann Baldursson.
Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar 9 mánaða uppgjör menningarmála 2004.

2. Lögð fram til afgreiðslu leiðrétt fjárhagsáætlun 2005. Fyrri fjárhagsáætlun var samþykkt á síðasta fundi.
Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. (R04100471)

3. Lögð fram ósk frá Minjasafni Reykjavíkur vegna verkefna utan ramma. Menningarmálanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og mælir með því til borgarráðs, en með því fororði að í framtíðinni verði litið á þessa vinnu sem hluta af skipulagsferlinu og gert ráð fyrir því í ramma skipulagsmála. (R04100471)

4. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og Vesturfarasetursins á Hofsósi, dags. 15. janúar 2002 og kynnt samstarfsverkefni skrifstofu menningarmála, Þjóðmenningarhúss og Vesturfaraseturs um sýninguna “Fyrirheitna landið”. (R04060028)

5. Lagt fram til kynningar erindi sem vísað var frá skrifstofu borgarstjóra 2. nóv. sl. vegna erindis utanríkisráðuneytisins dags. 17. október sl. þar sem óskað er eftir 250 þús. kr. fjárframlagi vegna þátttöku Íslendinga sem boðið hefur verið að halda myndlistarsýningu í Salzburg í ágúst 2005. Samþykkt enda komi til sambærilegur stuðningur við verkefnið frá ríki. (R04100145)

- Kl. 16.35 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.
- Kl. 16.40 tók Stefán Jón Hafstein sæti á fundinum.

6. Umræður um undirbúning auglýsingar um starf forstöðumanns Listasafn Reykjavíkur sem verður veitt 1. júlí 2005. (R04110065)

7. Lagt fram til kynningar erindi frá forstöðumanni Árbæjarsafns – Minjasafns Reykjavíkur, dags. 10. nóvember s.á. þar sem tilkynnt er að safnið hyggst þiggja að gjöf húsið Ívarssel við Vesturgötu 66B. Menningarmálanefnd lýsir ánægju sinni með gjöf þessa til Minjasafns Reykjavíkur. (R04110067)

- Kl. 17.00 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.

8. Lagt fram að nýju erindi Pjeturs Stefánssonar, f.h. Íslenskrar grafíkur, dags. 17. 09. sl. ásamt fylgiskjölum. Frestað. (R04090075)

- Kl 17.10 var formlegum fundi slitið og fundarmönnum og nokkrum gestum boðið upp á veitingar í tilefni 400. fundar.


Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason