No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2005, miðvikudaginn 7. desember, var haldinn 18. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Dagur B. Eggertsson, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Þór Gylfason og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gísli Helgason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Styrkúthlutun menningar- og ferðamálaráðs 2006. Fulltrúar faghóps um styrki mættu á fundinn og gerðu grein fyrir niðurstöðu hópsins. (RMF05080008)
- Kl. 16.45 vék Dagur B. Eggertsson af fundi.
2. Lagðar fram tilnefningar stjórnar Bandalags ísl. listamanna (BÍL), stjórnar Sambands ísl. myndlistarmanna (SÍM), Listasafns Reykjavíkur, stjórnar Íslandsdeildar ICOM og stjórnar Listaháskóla Íslands í safnráð við Listasafn Reykjavíkur. (R05050058)
3. Lögð fram umsögn safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, dags. 29. nóv. sl. vegna áskorunar nokkurra myndlistarmanna um endurskoðun reglugerðar Listasafns Reykjavíkur en borgarráð vísaði erindinu til meðferðar ráðsins þ. 20. október sl. Frestað. (R05050058)
Fundi slitið kl. 17.10
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason Þorbjörg HelgaVigfúsdóttir