Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, miðvikudaginn 27. október, var haldinn 398. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.00
Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL, Erna Ingólfsdóttir, varafulltrúi F-lista, Signý Pálsdóttir og Hermann Baldursson.
Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Formaður bauð Ernu Ingólfsdóttur nýjan varaáheyrnarfulltrúa F-listans í menningarmálanefnd velkomna á fundinn.

2. Lagt fram til kynningar erindi fjármáladeildar, dags. 15. október sl. varðandi breytingar á fjárhagsramma 2005. (R04070012)

3. Lögð fram til kynningar drög að starfsáætlun menningarmála og menningarstofnana Reykjavíkurborgar 2005. Borgarminjavörður mætti á fundinn og gerði grein fyrir þætti Viðeyjar í starfsáætluninni. (R04100471)
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn í menningarmálanefnd mótmæla eindregið þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á rekstri Viðeyjar. Eyjan er menningarsögulega einstök og þeirri sögu er lítill sómi sýndur í þessum tillögum, frekar en þeim menningarverðmætum sem þar eru. Með þeim hugmyndum sem nú eru kynntar, er dregið úr öryggi þessara verðmæta, og aðgengi almennings að þeim.

Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Reykjavíkurlistinn bendir á að kynnt stefna felur í sér að skilja að rekstur veitingahúss og rekstur því tengdu annars vegar og hins vegar þjónustu í þágu almennings í eyjunni vegna menningarverðmæta og náttúruskoðunar. Það eru tæpast almannahagsmunir að greiða niður veitingahúsarekstur ef hægt er að nota þá fjármuni til menningarmála. Gengið er út frá því að fyllsta öryggis verði gætt við gæslu verðmæta.

4. Lagt fram til kynningar erindi Eysteins Yngvasonar, dags. 10. október 2004 varðandi tillögur til breytinga á rekstri Viðeyjar. (R04100064)

5. Lagt fram til afgreiðslu erindi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands dags. 06. september sl. þar sem farið var fram á tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar í heiðursnefnd fyrir Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. Erindið var sent var til meðferðar menningarmálastjóra frá skrifstofu borgarstjóra 14. október sl.
Samþykkt að tilnefna Sigríði Pétursdóttur sem fulltrúa Reykjavíkurborgar í nefndina og Ólaf H. Torfason til vara. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. (R04100040)

6. Lögð fram til afgreiðslu tilnefning Láru Rafnsdóttur í ráðgefandi fagnefnd um styrkumsóknir í stað Áshildar Haraldsdóttir, sem samþykkt var á síðasta fundi. (R04100091) Samþykkt.

7. Kynning á starfsemi Borgarskjalasafns. Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, gerði grein fyrir starfsemi safnsins og lagði fram samþykkt fyrir Borgarskjalasafn, minnisblað dags. 27. október 2004, ítarupplýsingar vegna verkefna næsta árs ásamt óskum um aukningu við ramma 2005.

- Kl. 17.45 vék Ármann Jakobsson af fundi.

8. Sagt frá afhendingu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar 2004. Verðlaunahafi var Auður Ólafsdóttir fyrir skáldsöguna ”Rigning í nóvember”. (R03050133)

9. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að opnum fundi um starfsáætlun menningarmála og menningarstofnana Reykjavíkurborgar 2005, sem haldinn verður þ. 3. nóvember nk. kl. 16.00 í Grófarhúsi. Menningarmálastjóra falið að vinna að framgangi málsins. Samþykkt. (R03010284)

Fundi slitið kl. 18.00

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Rúnar Freyr Gíslason