Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ
Ár 2005, þriðjudaginn 11. október, var haldinn 15. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Magnús Þór Gylfason. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gísli Helgason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Grímsstaðavör við Skerjafjörð. Borgarminjavörður mætti á fundinn vegna málsins og kynnti hugmyndir og vinnu sem Minjasafnið og Garðyrkjudeild hafa þegar unnið með verndun menningarminja þar í huga.
Samþykkt að fela borgarminjaverði að vinna að framgangi málsins. (RMF05100006)
- Kl. 16.10 tók Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sæti á fundinum.
2. Lögð fram tillaga að gjaldskrá Landnámsskálans í Aðalstræti.
Samþykkt með þeim breytingum að börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum fái ókeypis aðgang og með þeim fyrirvara að tekið verði til athugunar að hafa einn gjaldfrjálsan dag í viku. (RMF05090032)
- Kl. 16.30 tók Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum
3. Lögð fram tillaga um sjónlistasetur á Korpúlfsstöðum.
Umræðum frestað. (RMF05100003)
4. Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun Menningar- og ferðamálasviðs 2006 sem lögð verður fyrir borgarráð þ. 20. október nk.
Samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins. (RMF05080010)
5. Lagt fram bréf borgarstjórnar, dags. 21. september sl. þar sem samþykkt var að beina því til menningar- og ferðamálaráðs að hafinn verði undirbúningur að því að heiðra hlut kvenna við mótun Reykjavíkurborgar með höggmyndum eða á annan hátt. Jafnframt lagt fram bréf borgarstjórnar, dags. sama dag, þar sem samþykkt er að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um gerð styttu af Tómasi Guðmundssyni til menningar- og ferðamálaráðs. (RMF05090030)
Lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, Hafþóri Yngvasyni, verði falið að hefja undirbúning stefnumótunar um list í opinberu rými. Tillaga um verklag, samráðshóp og tímaáætlun skal skila menningar- og ferðamálaráði fyrir 1. nóvember 2005.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Samþykkt.
Áheyrnarfulltrúar BÍL óskuðu bókað:
Áheyrnarfulltrúar BÍL lýsa mikilli ánægju með að menningar- og ferðamálaráð skuli ætla að móta stefnu um list í opinberu rými en þörfin fyrir slíka vinnu er mjög brýn.
6. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn vegna áskorunar myndlistarmanna: (R05050058)
Á fimmta tug myndlistarmanna hafa nýlega skorað á borgarstjórn Reykjavíkur að taka til endurskoðunar reglugerð Listasafns Reykjavíkur. Myndlistarmennirnir fara fram á að vestursalur sýningahalds en þeir telja að eftir að lokað var fyrir umsóknir þeirra að Kjarvalsstöðum hafi staða þeirra orðið mjög slæm.
Í ljósi þessarar áskorunar og annarra umkvartana myndlistarmanna um aðstöðu til sýningarhalds í listasölum Reykjavíkurborgar óska fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir skriflegu svari við þeirri spurningu hvernig meirihluti menningar- og ferðamálaráðs hyggst koma til móts við kröfur myndlistarmanna í Reykjavík.
7. Lagt fram bréf borgarráðs, dags. 23. september sl., þar sem tilkynnt er staðfesting borgarráðs á samningi við Sigurjóns Sighvatsson vegna Blind Pavilion. (R05050004)
Fundi slitið kl. 17.35
Stefán Jón Hafstein
Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson
Ármann Jakobsson Magnús Þór Gylfason
Ásrún Kristjánsdóttir Þorbjörg HelgaVigfúsdóttir