Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGARMÁLANEFND
Ár 2004, miðvikudaginn 22. september, var haldinn 396. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Tinna Traustadóttir og Anna Eyjólfsdóttir. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL og Hermann Baldursson.
Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að reglum um styrkjaúthlutun menningarmálanefndar. Samþykkt. (R04050105)
2. Lagt fram til kynningar erindi borgarráðs, dags. 10. september sl. þar sem samþykktar eru tillögur starfshóps að reglum um styrkveitingar. (R04010094)
3. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að skiptingu fjárhagsramma menningarmála 2005. Samþykkt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá við afgreiðslu málsins. (R04070012)
4. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi menningarmálastjóra til stjórnar Fasteignastofu, dags. 10. september sl. og varðar geymslumál menningarstofnana. (R04090055)
5. Lagt fram til kynningar erindi frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. september sl. og varðar framlagningu og birtingu fundargerða nefnda og ráða Reykjavíkurborgar. (R04090028)
6. Kynning á starfsemi Ljósmyndasafns Reykjavíkur. María Karen Sigurðardóttir forstöðumaður gerði grein fyrir starfsemi safnsins.
7. Kynning á starfsemi Minjasafns Reykjavíkur - Árbæjarsafns og Viðeyjar. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður gerði grein fyrir starfsemi safnsins.
- Kl. 17.00 vék Stefán Jón Hafstein af fundi.
8. Lagt fram til kynningar erindi frá skrifstofu borgarstjórnar, dags.16. ágúst sl., um breytta fundartíma borgarstjórnar og borgarráðs. (R04050182)
9. Lögð fram til samþykktar tillaga að svari menningarmálanefndar við erindi fjármáladeildar dags. 2. febrúar 2004 varðandi samhæft árangursmat og viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar. Samþykkt. (R04010144)
Fundi slitið kl. 17.10
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Anna Eyjólfsdóttir
Ásrún Kristjánsdóttir Tinna Traustadóttir