Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2005, miðvikudaginn 2. febrúar, var haldinn 1. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Aðalstræti 2 og hófst hann kl. 16:00. Mættir: Stefán Jón Hafstein formaður, Heiða Björg Pálmadóttir, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Magnús Þór Gylfason og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Gísli Helgason. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Formaður setti fyrsta fund nýskipaðs menningar- og ferðamálaráðs.

2. Sviðsstjóri hins nýja menningar- og ferðamálasviðs er hóf störf 1. febrúar sl., lagði fram og kynnti greinargerð um stofnun sviðsins og næstu skref.

3. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að samstarfi í menningar- og ferðamálum á höfuðborgarsvæðinu: (R05020026)

Menningar- og ferðamálaráð ályktar að fram fari ítarleg könnun á samstarfsmöguleikum sveitarfélaga á suð-vesturhorninu í menningar- og ferðaþjónustumálum. Skrifstofu menningarmála verði falið að gera úttekt á menningarmarkaði, sem efla megi með samvinnu opinberra menningarstofnana, einkarekinna menningarfyrirtækja og annarra í félagslegum rekstri. Markmið sé að auka sóknarmátt svæðisins á menningarforsendum innanlands og erlendis, bæði með skírskotun til að efla eigin menningarstarfsemi og aukinna samlegðaráhrifa fyrir svæðið, sem og aukins aðdráttarafls fyrir ferðamenn. Skrifstofu menningarmála verði falið að efna til samstarfs við Reykjavíkurakademíuna samkvæmt þjónustusamningi borgarinnar til að vinna greiningu á þessu og gera tillögur um hvernig fylgja megi málin eftir.

Samþykkt samhljóða.

4. Lögð fram til kynningar tillaga vinnuhóps um endurskoðun samþykkta fyrir Listasafn Reykjavíkur þar sem lagt var til að skipað yrði safnráð Listasafns Reykjavíkur sem ætlað að vera forstöðumanni til faglegs ráðuneytis og stuðnings. (R04100057)
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Tillögunni vísað til næsta fundar.

5. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að auglýsingu eftir umsóknum um starf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur. (R04110065)
Samþykkt.

6. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga um meðferð tilfærslu á styrkjum frá borgarráði: (R04100091)

Þar sem styrkjafé fyrir árið 2005 er meira en gert var ráð fyrir við afgreiðslu styrkja ársins vegna tilfærslu fjár frá borgarráði leggur menningar- og ferðamálaráð til að sérstök úthlutun fari fram sem fyrst og taki þar m.a. mið að afgreiðslu umsókna fyrir árið auk annars sem til greina þykir koma og kynnt sérstaklega fyrir ráðinu. Þegar afgreiddir verða styrkir fyrir árið 2006 komi heildarupphæð til afgreiðslu eins og samþykktir gera ráð fyrir.

Samþykkt.

7. Umræður um samstarf við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík.

8. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur Reykjavíkurborgar og Main Course ehf. um matgæðingahátíðina Food & Fun in Reykjavík á árunum 2005-2007.

9. Lagður fram til kynningar samningur, dags. 19. jan. 2005, við Nýlistasafnið vegna uppbyggingar safnsins í nýju húsnæði. (R04110130)

10. Kynning á Vetrarhátíð 2005 sem haldin verður 17.–20. febrúar nk.

11. Lagt fram til kynningar minnisblað, dags. 2. feb. 2005, vegna dóms Hæstaréttar um Gaypride.

12. Lagt fram til kynningar erindi frá Félagi ísl. bókaútgefenda dags. 17. janúar sl. og varðar erindi frá alþjóðasamtökum bókaútgefenda IPA , dags. 14. desember 2004, þar sem Reykjavíkurborg er hvött til að sækja um að verða World Book Capital 2007.

13. Umræður um vinnustofur listamanna á Korpúlfsstöðum.

14. Umræður um fjölda funda menningar- og ferðamálaráðs.

Fundi slitið kl. 17.45

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Rúnar Freyr Gíslason
Ásrún Kristjánsdóttir Magnús Þór Gylfason
Heiða Björg Pálmadóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir