Menningar- og ferðamálaráð
STJÓRN HÖFUÐBORGARSTOFU
Ár 2004, mánudaginn 30. ágúst, var haldinn 21. fundur stjórnar Höfuðborgarstofu. Fundurinn var haldinn að Ingólfsnausti og hófst hann kl. 08:30. Viðstaddir voru Dagur B. Eggertsson, formaður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Felix Bergsson, Guðjón Arngrímsson, Hrönn Greipsdóttir og Guðmundur Þóroddsson. Auk þeirra var Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu viðstödd og ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Forstöðumaður gerði grein fyrir yfirliti helstu verkefna Höfuðborgarstofu á vettvangi markaðsmála, viðburða og upplýsingamiðlunar. Jafnframt var gerð grein fyrir innkaupum og styrkjum hærri en 1 m.kr.sem veittir voru í júní - ágúst.
Samstarfsverkefni kynnt:
Samþykkt að ganga til samstarfs við Icelandair í París um kynningarherferð í Frakklandi frá september – desember 2004. Framlag Höfuðborgarstofu er alls 3 m.kr.
Samþykkt að ganga til samstarfs við Ferðaskrifstofuna Atlantik og samstarfsaðila um markaðsverkefnið ,,Iceland Concortium” á Norður – amerískum hvataferðamarkaði árið 2005. Framlag Höfuðborgarstofu er 1 m.kr. og verður þátttaka endurskoðuð ef kemur til framlengingar á verkefninu.
2. Sex mánaða uppgjör og útkomuspá ásamt greinargerð lögð fram. Tekjur eru umfram áætlun og gert ráð fyrir auknu svigrúmi í útgjöldum vegna þess.
Óskað er eftir sundurliðun á útgjaldaþættinum ,,annar kostnaður”.
3. Greinargerð verkefnisstjóra Menningarnætur lögð fram.
Verkefnisstjóra, Sif Gunnarsdóttur, verkefnisstjórn, öðrum aðstandendum og samstarfsaðilum þakkað fyrir góða skipulagningu, framkvæmd og kynningu á Menningarnótt 2004.
Lagt var til að farið verði yfir hreinsunarmál í samvinnu við Gatnamálastofu og að sérstök áhersla verði lögð á að bæta umgengni og hreinsun á Menningarnótt 2005.
4. Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra markaðsverkefnisins Iceland Naturally ásamt tillögu, greinargerð og fylgiskjölum. Óskað er eftir að Reykjavíkurborg gangi til samstarfs um verkefnið til næstu þriggja ára. Stjórn Höfuðborgarstofu samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar borgarráðs, en gert er ráð fyrir að framlög rúmist innan ráðstöfunarramma Höfuðborgarstofu.
5. Kynning á Sýninga- og frjálsíþróttahöll í Laugardal. Gestur fundarins: Sigfús Jónsson, formaður stjórnar SFL kynnti aðstöðu, fyrirhugaða nýtingu og markaðssetningu. Óskað var eftir nánara samstarfi SFL við Höfuðborgarstofu og aðra aðila í ferðaþjónustu og ítarlegri kynningu á þeirri aðstöðu sem nýta skal fyrir greinina.
Fundi slitið kl. 10:10
Dagur B. Eggertsson
Felix Bergsson Guðjón Arngrímsson
Guðmundur Þóroddsson Hrönn Greipsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson