No translated content text
Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGARMÁLANEFND
Ár 2004, föstudaginn 17. desember, var haldinn 403. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Dillonshúsi á Árbæjarsafni og hófst hann kl. 12.00
Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Gísli Marteinn Baldursson og Tinna Traustadóttir. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir.
Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram til kynningar erindi, dags. 17. desember, frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni verkefnisstjórnar um menningarminjar í Aðalstræti. Bréfinu fylgdi greinargerð ásamt kostnaðaráætlun. Í erindinu sem jafnframt var sent borgarráði mæltist verkefnisstjórnin til þess að fá tækifæri til að kynna verkefnið nánar fyrir borgarráði og menningarmálanefnd við fyrstu hentugleika. Gísli Marteinn Baldursson sem er í verkefnisstjórn mælti fyrir erindinu. Kynning verður í nýju menningar- og ferðamálaráði í byrjun nýs árs. (R04010059)
2. Lagðar fram til afgreiðslu svohljóðandi tillögur að styrkveitingum menningarmálanefndar 2005: (R04100091)
Tónlistarhópar Reykjavíkur:
Camerarctica kr. 2.000.000
Kammerkórinn kr. 2.000.000
Almenn liststarfsemi einstaklinga:
María S D Davíðsdóttir kr. 500.000
Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir kr. 500.000
Bjargey Ólafsdóttir kr. 250.000
Guðrún Vera Hjartardóttir kr. 250.000
Sverrir Guðjónsson kr. 250.000
Margrét Kristín Sigurðardóttir kr. 250.000
Almenn liststarfsemi hópa:
Félag Tónlistarþróunarmiðstöðvar kr. 500.000
Hið íslenska bókmenntafélag kr. 500.000
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík kr. 400.000
Klink og Bank kr. 900.000
Gallerí Skuggi kr. 300.000
Blásarasveit Reykjavíkur kr. 300.000
Söngsveitin Fílharmónía kr. 300.000
Leikfélagið Hugleikur kr. 300.000
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna kr. 300.000
Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík kr. 100.000
Verkefni:
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík kr. 900.000
- nefndin skilyrðir framlagið þannig að fram fari viðræður milli skipuleggjenda og hins nýja menningar- og ferðamálaráðs sem tekur til starfa eftir áramót um æskilegt hlutverk og stöðu kvikmyndahátíðar og styrkur til hennar sé bundinn því að sameiginlegur skilningur náist um þau mál.
Sara Riel v. alþj.leg götulistahátíð kr. 500.000
Bryndís Snæbjörnsdóttir kr. 600.000
Fimbulvetur/Mink leikhús kr. 600.000
Frú Emilía leikhús kr. 600.000
Plús film v/heimildamynd um Serra í Viðey kr. 600.000
Helena Jónsdóttir kr. 500.000
Verkefnahópurinn Samferða/Caoz kr. 400.000
GIG leikhús kr. 400.000
Hrafnkell Birgisson kr. 400.000
Kristín Mjöll Jakobsdóttir v. Hnúkaþeyr kr. 400.000
Fillippía Elísdóttir og Jóhann Björgvinsson kr. 400.000
Augnablik, listafélag kr. 300.000
Jóhann Freyr Björgvinsson kr. 300.000
Nýhil v. ljóðaþings kr. 300.000
Óperufélagið Mossini kr. 300.000
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins kr. 300.000
Birta Guðjónsdóttir kr. 250.000
Félag ísl. tónlistarmanna kr. 250.000
Draumasmiðjan kr. 200.000
Ibby kr. 200.000
Poulenc hópurinn kr. 200.000
Benedikt Sigurðsson kr. 100.000
Kvennakór Reykjavíkur kr. 100.000
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur kr. 100.000
Alls kr. 19.100.000
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Tillögurnar voru samþykktar með 2 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
3. Í tilefni þess að fundurinn var síðasti fundur þessarar nefndar afhenti formaður Signýju Pálsdóttur menningarmálastjóra blómaskreytingu að gjöf og þakkaði henni vel unnin störf með nefndinni.
Fundi slitið kl. 12.55
Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Tinna Traustadóttir