Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, miðvikudaginn 24. nóvember, var haldinn 401. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL, Gísli Helgason, varafulltrúi F-lista og Signý Pálsdóttir.
Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Staða mála hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Guðjón Petersen leikhússtjóri mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram að nýju erindi erindi borgarráðs vegna starfrækslu Tilfinningatorgs í miðborg Reykjavíkur. Elísabet Jökulsdóttir mætti á fundinn vegna málsins. Frestað. (R04080073)
3. Lögð fram til kynningar tillaga að auglýsingu um starf forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur. (R04110065)
4. Lagður fram til afgreiðslu samningur við Sjálfstæðu leikhúsin um Tjarnarbíó. Samþykkt einróma og vísað til borgarráðs þar sem um samning til tveggja ára er að ræða. (R04100370)
5. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að ósk um 10 millj. kr. viðbótarfjárveitingu til menningarmála vegna Nýlistasafnsins:
Menningarmálanefnd óskar eftir viðbótarfjárveitingu til menningarmála samtals 10 milljónum á átta árum eða 1.250 þús. kr. árlega á árunum 2004-2011 til að unnt sé að gera samning við Nýlistasafnið um rekstrarstyrk í nýju húsnæði safnins að Laugavegi 26.
Greinargerð fylgdi tillögunni. Samþykkt með 3 atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá við afgreiðslu málsins. (R04110152)
6. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á staðsetningu útilistaverksins “Klyfjahesturinn” e. Sigurjón Ólafsson. Menningarmálanefnd heimilar fyrir sitt leyti að gert verði ráð fyrir staðsetningu verksins við hönnun torgsins en áskilur sér rétt til að gefa endanlegt samþykki eftir að lokatillaga að umhverfi þess, með tímaáætlunum, liggur fyrir. (R04110139)
7. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna útlána listaverka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Samþykkt. (R04110140)
8. Lagður fram til kynningar samstarfssamningur milli Reykjavíkurborgar, Þjóðmenningarhúss og Vesturfaraseturs um sýninguna Fyrirheitna landið. (R04060028)
9. Lagður fram til kynningar samningur við skolavefur.is um fræðsluvef. (R04110131)

Fundi slitið kl. 17.35

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir