Menningar- og ferðamálaráð
STJÓRN HÖFUÐBORGARSTOFU
Ár 2004, mánudaginn 18. október, var haldinn 22. fundur stjórnar Höfuðborgarstofu. Fundurinn var haldinn að Ingólfsnausti og hófst hann kl. 08:30. Viðstaddir voru Dagur B. Eggertsson, formaður, Gísli Marteinn Baldursson og Guðjón Arngrímsson. Haft var samráð við Hrönn Greipsdóttir í gegnum síma. Forföll boðuðu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Felix Bergsson og Guðmundur Þóroddsson. Auk þeirra var Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu viðstödd og ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram innkaupayfirlit þar sem gerð var grein fyrir innkaupum og framlögum til verkefna hærri en 1 m.kr.sem veitt voru í september – október.
2. Drög að 9 mánaða uppgjöri og útkomuspá lögð fram og forstöðumaður gerði grein fyrir helstu liðum. Umfang starfsemi hefur aukist umtalsvert og útkomuspá gerir ráð fyrir 45#PR aukningu í tekjum og framlögum. Sérstök sundurliðun á liðnum ,,annar kostnaður” verður send stjórn.
3. Drög að starfs- og fjárhagsáætlun 2005 lögð fram ásamt skorkorti 2004/2005.
HG óskaði eftir bókun um að framlag borgarsjóðs til Höfuðborgarstofu yxi aðeins um innan við 1#PR á milli ára á meðan verkefnum fjölgaði og umfang starfsemi yxi verulega. Vonaðist HG til þess að breyting yrði á þessu og að framlög til málaflokksins aukist. Jafnframt lagði HG til að Höfuðborgarstofa fari fram á aukið fjárframlag frá Ferðamálaráði til Upplýsingamiðstöðvarinnar í ljósi vaxandi starfsemi, en á næsta ári reynist nauðsynlegt að ráða inn nýjan starfsmann með tilheyrandi kostnaði.
Samþykkt eftir umræður að vísa starfs- og fjárhagsáætlun ásamt skorkorti 2005 til borgarráðs komi ekki fram frekari athugasemdir eftir endurútsendingu gagna til stjórnarmanna fyrir 21. október.
4. Lögð fram tillaga að skipun verkefnisstjórnar Vetrarhátíðar 2005. Lagt til að stjórnin verði óbreytt frá fyrra ári.
Signý Pálsdóttir, menningarmálastjóri, formaður
Felix Bergsson, stjórn Höfuðborgarstofu
Guðjón Magnússon/ Kristinn Þorsteinsson, Orkuveita Reykjavíkur
Soffía Karlsdóttir, Listasafn Reykjavíkur
Valgerður Janusdóttir, Fræðslumiðstöð
Markús H. Guðmundsson, Hitt húsið
Samþykkt.
5. Önnur mál.
Fyrirhuguð kynnisferð stjórnar Höfuðborgarstofu til Helsinki og Tallin er í undirbúningi og verður líklega farin í lok nóvember. Tilgangur ferðarinnar er að kynna sér tilhögun ferða- og markaðsmála í borgunum tveimur með áherslu á ráðstefnumál og samvinnu við menningarmál.
Forstöðumaður gerði grein fyrir árangri af kynningarverkefni í París í samvinnu við Icelandair.
Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:05
Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Guðjón Arngrímsson
Hrönn Greipsdóttir