Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

1 MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, mánudaginn 28. júní, var haldinn 394. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.10 Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius fulltrúi BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram minnisblað frá borgarbókaverði, dags. 28. júní, þar sem kynntar eru breytingar á þjónustu Seljasafns, sbr. umræður á 390. fundi menningarmálanefndar 3. maí sl. Borgarbókavörður mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. (R04060231)

Fulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Á seinustu árum hefur þjónusta Borgarbókasafns margfaldast með nýju Ársafni í Árbæ og flutningi annarra útibúa í nýtt og glæsilegt húsnæði. Fulltrúar Reykjavíkurlistans fagna því að borgarbókaverði hafi tekist að mæta þeirri þjónustuaukningu með hagræðingu í rekstri án þess að Seljasafni hafi verið lokað.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna þeirri ákvörðun Borgarbókasafns Reykjavíkur að hætta við að hætta rekstri Seljasafns. Hinsvegar harma sjálfstæðismenn í nefndinni að til jafn mikillar þjónustuskerðingar þurfi að koma og raun ber vitni, enda bera samtöl þeirra við íbúa í hverfinu það eindregið, að fólk vill hafa safnið opið og í fullri þjónustu. Þá er rétt að benda á , að þau rök að Seljasafn sé óhagkvæmasta rekstrareiningin hjá Borgarbókasafninu, vega ekki nema mátulega þungt, enda öllum ljóst að á hverjum tímapunkti er eitthvað safn óhagkvæmast, og lokun þess gerir einfaldlega næst óhagkvæmustu eininguna að næsta fórnarlambi niðurskurðar R-listans í menningarmálum.

2. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að samþykkt vegna myndlistarútláns í Borgarbókasafni ("Artótek") (R04040033):

Með tilvísun til starfsáætlunar menningarmála og Borgarbókasafns Reykjavíkur fyrir árið 2004 samþykkir menningarmálanefnd tillögu borgarbókavarðar og Sambands íslenskra myndlistarmanna um að hafið verði útlán á myndlistarverkum í Borgarbókasafni frá 18. ágúst 2004. Starfsemin standi undir sér þannig að leiga og möguleg sala á myndlistarverkum standi undir rekstrarkostnaði. Rekstur myndlistarverkaleigunnar verði fjárhagslega aðskilinn frá annarri starfsemi Borgarbókasafns. Þessi starfsemi er í tilraunaskyni í tvö ár og verður endurskoðuð af hálfu nefndarinnar að þeim tíma liðnum.

Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn líta svo á að hér sé í raun aðeins verið að samþykkja að veita Borgarbókasafni leyfi til að leigja "Artóteki" aðstöðu og afnot af tækjum í húsnæði safnsins. "Artótekið" skal enda standa algerlega undir sér sjálft og engir fjármunir renna frá Borgarbókasafni til "Artóteks", enda væri þannig verið að raska samkeppnisstöðunni á markaðnum og brjóta samkeppnislög. Eftirtalin gögn voru lögð fram til kynningar: drög að samningi um "Artótek", fjárhagsáætlun ágúst - desember v/"Artóteks", minnisblað borgarbókavarðar og drög að samningi og reglum um myndlistarverkalán, (-leigu, -sölu) milli lánþega og "Artóteks".

3. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga vegna lána til listaverkakaupa (R04060197)

Með tilvísan til starfsáætlunar menningarmálanefndar fyrir árið 2004, afgreiðslu starfssamninga fyrir árin 2004 til 2006 og styrkjaafgreiðslu nefndarinnar í ársbyrjun samþykkir menningarmálanefnd: Menningarmálastjóra er falið að setja á laggirnar verkefni til að stuðla að hagstæðum lánum til almennings til listaverkakaupa sbr. hjálagða greinargerð.

Tillagan var samþykkt með hjásetu fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn hlakka til að fylgjast með framvindu þessa máls, en sitja hjá við þessa afgreiðslu þar sem enn er óljóst hvernig útfærslan verður. Sjálfstæðismenn óska þess eindregið að styrkir til þessa komi frá einkaaðilum, og síður sé farið í sameiginlega sjóði borgarbúa til að auðvelda borgarbúum að kaupa sér listaverk.

Fulltrúi BÍL í menningarmálanefnd óskaði bókað vegna 2. og 3. liðar:

Fulltrúi BÍL í menningarmálanefnd fagnar því frumkvæði sem nefndin hefur á þessum fundi tekið til þess að koma hjólum máttvana markaðar með samtímamyndlist á hreyfingu.

4. Lagður fram til kynningar 2. áfangi kostnaðargreiningar menningarmála ásamt samantekt. (R02110355)

5. Lagt fram til kynningar erindi frá Kristni Brynjólfssyni dags. 17. júní sl. varðandi hugmyndir að hönnunar- og listamiðstöð í Ártúnsbrekku í samstarfi Reykjavíkur (R04060159)

6. Lögð fram til afgreiðslu ódags. umsókn Nordisk Panorama ásamt fjármögnunaráætlun vegna hátíðarinnar Nordisk Panorama sem haldin verður í Reykjavík 24. - 28. sept. nk. en borgarráð samþykkti 30. mars að veita hátíðinni styrk að upphæð 3 millj. kr. Samþykkt að styrkja útibíó á Arnarhóli til hálfs með 200 þúsund kr. styrk, að því tilskyldu að takist að fjármagna það til fulls. (04060221)

7. Lagt fram til afgreiðslu erindi Hrannar Marinósdóttur, f.h. kvikmyndahátíðar í Reykjavík, dags. 22. júní sl. Í erindinu er óskað eftir að nýveittur styrkur til hátíðarinnar verði nýttur til að sýna myndir eftir íslenska kvikmyndagerðarmenn búsetta erlendis sem og að halda ráðstefnu um gildi kvikmyndahátíða, í stað viðamikillar kvikmyndahátíðar sem til stóð að halda í haust. Samþykkt með því skilyrði að hugmyndir sem kynntar eru í erindinu gangi eftir. (04010163)

8. Lagt fram til kynningar samkomulag um rekstur Borgarleikhúss í Reykjavík sem undirritað var 16. júní sl. (R04010098)

9. Lagt fram til kynningar erindi borgarráðs dags. 23. júní sl. vegna menningarminja í Aðalstræti. (R04010059)

10. Skipan í stjórn Muggs. Frestað. (R04040032)

11. Lagt fram til kynningar afrit af erindi borgarráðs dags. 23. júní sl. til Þjóðminjasafns Íslands þar sem tilkynnt er heimild tímabundinnar staðsetningar sýningargrips safnsins á Melatorgi. (R04050036)

12. Samþykkt að næsti fundur nefndarinnar að loknu sumarleyfi verði í septemberbyrjun.

Fundi slitið kl. 17.30

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason