Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, mánudaginn 3. maí, var haldinn 390. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra var viðstödd Áslaug Thorlacius fulltrúi BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til kynningar greinargerð borgarbókavarðar dags. 3. maí 2005, vegna áforma um lokun Seljasafns á árinu 2004. Borgarbókavörður mætti á fundinn vegna málsins. Samþykkt að borgarbókavörður taki að sér að kynna í næsta nágrenni og með ýmsum hætti, hugsanlega lokun safnins.

2. Lögð fram til kynningar svör Safnaráðs, dags. 27. apríl sl., við erindum Ljósmyndasafns, Listasafns og Minjasafns Reykjavíkur vegna ákvörðunar ráðsins um lækkun styrkja til þeirra. Samþykkt að fela borgarlögmanni að kanna stöðu safna í Reykjavík m.t.t. þess rökstuðnings sem fram kemur í bréfi Safnaráðs. (R04030116)

3. Lagt fram til afgreiðslu kynningarupplegg vegna opins fundar menningarmálanefndar um fjölmenningu, sem haldinn verður í Iðnó 21. maí nk. Samþykkt. (R03010284)

4. Formaður kynnti stöðu mála í málefnum Leikfélags Reykjavíkur. (R04010098)

5. Kynning á norrænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem haldin verður í Reykjavík 24. - 28. september nk. Eva María Jónsdóttir stjórnandi og Lárus Halldórsson framkvæmdastjóri mættu á fundinn vegna málsins. (R04040091)

6. Formaður lagði fram svohljóðandi bókun:

Menningarmálanefnd fagnar tveimur nýjum áföngum hjá Listasafni Reykjavíkur; glæsilegri sýningu Ólafs Elíassonar með metaðsókn og sýningu Erró í New York þar sem listasafnið lagði til umtalsverðan skerf af metnaði og fagþekkingu.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:

Sjálfstæðismenn í menningarmálanefnd fagna því nú sem endranær þegar menningarstofnanir borgarinnar standa sig vel og fara vel með peninga skattgreiðenda. Á það jafnt við um starfsemi Listasafns Reykjavíkur á undanförnum mánuðum og annan framúrskarandi árangur sem ekki hefur verið bókað sérstaklega um á fundum nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17.50

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Rúnar Freyr Gíslason