Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, miðvikudaginn 13. október, var haldinn 397. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL, Gísli Helgason, fulltrúi F-lista og Hermann Baldursson.
Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs, dags. 30. september sl., þar sem tilkynnt er skipan Gísla Helgasonar áheyrnarfulltrúa F-listans í menningarmálanefnd. Gísli var boðinn velkominn. (R04090037)

2. Kynning á starfsemi Borgarbókasafns Reykjavíkur. Anna Torfadóttir borgarbókavörður gerði grein fyrir og lagði fram minnisblað, dags. 13. okt., varðandi helstu atriði í starfsemi safnsins.

3. Lögð fram til kynningar útnefning BÍL í 15 manna hóp vegna ráðgefandi fagnefndar um styrkumsóknir menningarmálanefndar. Lögð fram svohljóðandi tillaga að skipan eftirtalinna 5 aðila úr tilnefningu BÍL í fagnefndina:
Anna Líndal myndlistarmaður, Áshildur Haraldsdóttir tónlistarmaður, Björn Brynjúlfur Björnsson kvikmyndagerðarmaður, Hallmar Sigurðsson leikstjóri og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram breytingartillögu um að Randver Þorláksson kæmi í stað Björns Br. Björnssonar.
Tillagan var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Tillaga meirihlutans var samþykkt með 3 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. (R04050105)

4. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs, dags. 30. september, þar sem samþykktar eru reglur um styrkjaúthlutun menningarmálanefndar. (R04050105)
5. Lagt fram til kynningar bréf Pjeturs Stefánssonar, formanns stjórnar Íslenskrar Grafíkur, dags. 18. september. sl. Frestað. (R04090075)
6. Lagt fram til kynningar afriti af bréfi borgarráðs, dags. 1. október sl. til Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur, þar sem tilkynnt er samþykkt borgarráðs við umsögn forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur um staðsetningu listaverks við Iðnskólann í Reykjavík. (R04040016)
7. Kynning á starfsemi Menningarmiðstöðvar Gerðubergs. Elísabet Þórisdóttir gerði grein fyrir starfsemi Gerðubergs og lagði fram minnisblað um starfsemina, starfsáætlun 2004 og vetrardagskrá félagsstarfs Gerðubergs 2004-5.

8. Lögð fram til samþykktar svoljóðandi tillaga að skipan vinnuhóps um endurskoðun á gildandi samþykktum Listasafns Reykjavíkur:
Lagt er til að stofnaður verði þriggja manna starfshópur sem fari yfir gildandi samþykktir fyrir Listasafn Reykjavíkur og komi með tillögur til menningarmálanefndar um breytingar á þeim ef þörf þykir samkvæmt hjálögðu erindisbréfi.
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Tillagan var samþykkt.
Samþykkt að skipa Ásrúnu Kristjánsdóttur fulltrúa meirihlutans í vinnuhópinn en hún verður jafnframt formaður og Önnu Eyjólfsdóttur fulltrúa minnihlutans. Tilnefning annars fulltrúa meirihluta bíður næsta fundar.
Jafnframt var samþykkt erindisbréf vinnuhópsins með breytingum. (R04100057)

9. Lagt fram minnisblað frá kynningu forstöðumanns Ljósmyndasafns Reykjavíkur, dags. 1. október sl.

Fundi slitið kl. 17.35

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason