Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, miðvikudaginn 8. september, var haldinn 395. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ármann Jakobsson, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddar Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL, Signý Pálsdóttir og Hermann Baldursson.
Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.


Þetta gerðist:

1. Kynning á starfsemi Listasafns Reykjavíkur. Eiríkur Þorláksson forstöðumaður gerði grein fyrir starfsemi safnsins og lagði m.a. fram greinargerð vegna verkefnis um heildarskráningu listaverka Jóhannesar Kjarval.
2. Lögð fram til kynningar tillaga að reglum um styrkjaúthlutun menningarmálanefndar. Greinargerð fylgdi tillögunni.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
“Meirihluti í menningarmálanefnd hefur fullt sjálfstraust til að ljúka þessu í tæka tíð” sagði formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur á fundi nefndarinnar þann 17. maí þessa árs. Nú er komið í ljós að þrátt fyrir sjálfstraustið, sem enginn efast um, hefur
afgreiðsla reglna um styrkjaúthlutanir dregist svo, að nefndin þarf að slá af þeim kröfum sem hún hefur hingað til gert til faglegrar og vandaðrar meðferðar umsókna. Síðan í maí hafa engar reglur gilt um þessar styrkjaúthlutanir, og hefur Bandalag íslenskra listamanna sérstaklega mótmælt þessu verklagi. Sjálfstæðismenn taka undir það, og vona að meirihlutinn læri af þessum mistökum sínum og hlusti betur á það sem listamenn og sjálfstæðismenn segja í framtíðinni.

Fulltrúar Reykjavíkurlista óskuðu bókað:
Bókun sjálfstæðismanna er ekki svara verð.
Samþykkt að senda tillöguna til umsagnar stjórnar Bandalags íslenskra listamanna fyrir næsta fund. (R04050105)
3. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að skipun fulltrúa menningarmálanefndar í stjórn Muggs: Aðalmenn: Hildur Bjarnadóttir formaður og Eggert Pétursson. Varamenn: Ólöf Nordal og Hulda Hákon.
SÍM hefur tilnefnt Dagnýju Heiðdal listfræðing sem aðalfulltrúa sinn í sjóðinn og Ágústu Kristófersdóttur listfræðing sem varafulltrúa.
Samþykkt með 3 atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. (R04040032)

4. Lögð fram til afgreiðslu tillaga forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, dags. 6. sept. 2004 að staðsetningu útilistaverks við Iðnskólann.
Samþykkt að því tilskyldu að Iðnskólinn sé samþykkur staðsetningu verksins. (R04070016)

5. Lögð fram til kynningar úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2005 frá borgarráði. (R04070012)
6. Lögð fram til afgreiðslu fundaáætlun menningarmálanefndar til áramóta. Samþykkt. (R04050182)
7. Lagt fram til kynningar minnisblað frá skrifstofustjóra borgarstjórnar dags. 2. ágúst sl. varðandi lokaða fundi nefnda og ráða Reykjavíkurborgar. (R04070013)
8. Lagt fram til kynningar erindi frá borgarráði dags. 25. ágúst sl. varðandi starfrækslu tilfinningatorgs í miðborg Reykjavíkur. Greinargerð fylgdi tillögunni. (R04080073) Frestað.
9. Lögð fram til kynningar staðfesting borgarráðs dags. 18. ágúst sl. um þátttöku Reykjavíkurborgar í lánum til almennings til listaverkakaupa. Jafnframt lagður fram undirritaður samningur sama dag, þess efnis. (R04060197)
10. Dómnefnd um Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar hefur lokið störfum og skilað niðurstöðu. Alls bárust 68 handrit í keppnina að þessu sinni. Verðlaun verða afhent í Höfða 8. október nk. kl. 17.00 (R03050133)
11. Lögð fram ályktun frá Bandalagi íslenskra listamanna, dags. 7. september, þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna þróunar í tónlistarmenntun þjóðarinnar og hvatt til að fundin verði lausn hið fyrsta. (R04090033)
12. Lögð fram til kynningar ársskýrsla menningarmála 2003. (R04080037)
13. Lagt fram til kynningar 6 mánaða uppgjör menningarmála.
14. Lagt fram kynningarefni um fræðsluvef menningarmála.
15. Lagt fram til kynningar erindi forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur varðandi staðsetningu listaverks sem tileinkað er síðustu ábúendum í Gufunesi. (R01110001)
16. Lagt fram til kynningar svar frá Safnaráði, dags. 25. júní sl. vegna úthlutunar 2004. (R04030116)
17. Lagt fram til kynningar yfirlit, dags. 16. ágúst 2004, yfir viðskipti Minjasafns Reykjavíkur við Innkaupastofnun Reykjavíkur í júlí s.á.

Fundi slitið kl. 18.10

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason