Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND REYKJAVÍKUR

Ár 2004, föstudaginn 21. maí, var haldinn 392. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Iðnó og hófst hann kl. 17.15. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður og Ármann Jakobsson. Kl. 17.30 tók Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum. Auk þeirra var Signý Pálsdóttir viðstödd fundinn. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

Fundur þessi var opinn fundur menningarmálanefndar um fjölmenningu í Reykjavík og var yfirskrift hans ”Dafnar fjölmenning í Reykjavík?” Stefán Jón Hafstein setti fundinn og bauð 70-80 gesti velkomna. Að því loknu héldu 3 fulltrúar innflytjenda erindi. Það voru þau Amal Tamimi frá Palestínu, Christopher John Morden frá Kanada og Pauline McCarthy frá Skotlandi. Að þeim loknum voru umræður. Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:

Menningarmálanefnd samþykkir að koma upp reglubundnu samstarfi við menningarmálanefnd Alþjóðahúss svo nýta megi ábendingar innflytjenda um hvernig menningarstofnanir og menningarmálanefnd borgarinnar geti virkjað mannauð þeirra. Við gerð starfsáætlunar menningarmála og menningarstofnana borgarinnar verði skilgreind markmið um þjónustu í þágu fjölmenningarlegs samfélags.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Jafnframt sagði formaður frá endurskoðun fjölmenningarstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í borgarráði 16. janúar 2001, sem fer fram í haust. Endurskoðunin verður unnin í víðtæku samráði við innflytjendur í borginni en Reykjavíkurborg hefur það að leiðarljósi að vinna að stefnumótun með þeim sem gerst þekkja til hverju sinni. Þeir innflytjendur sem hafa áhuga á því að koma að endurskoðun stefnunnar með einum eða öðrum hætti geta haft samband við Halldóru Gunnarsdóttur í Ráðhúsinu eða Einar Skúlason forstöðumann Alþjóðahússins.

Fundi slitið kl. 18.30

Stefán Jón Hafstein
Ármann Jakobsson Gísli Marteinn Baldursson