Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2004, mánudaginn 22. mars, var haldinn 388. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 16.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ásrún Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Edda Þórarinsdóttir, fulltrúar BÍL, Signý Pálsdóttir og Hermann Baldursson. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Umræður um fjölmenningu og fjölmenningarstefnu borgarinnar og fyrirhugaðan opinn fund menningarmálanefndar. Einar Skúlason og Sigurður Þór Salvarsson frá Alþjóðahúsi og Kristín A. Árnadóttir sviðsstjóri, mættu á fundinn vegna málsins. (R03010284)

2. Lagt fram til afgreiðslu erindi Þórhalls Guðmundssonar, dags. 8. mars sl., þar sem óskað er eftir fyrirgreiðslu vegna fyrirhugaðra íslenskra daga í Osló dagana 21. - 24. október 2004. Menningarmálanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu. (R04030047)

3. Lögð fram umsögn borgarminjavarðar, dags. 19. mars, um menningarminjar vegna samgönguáætlunar 2005-2008, en óskað var eftir umsögninni á fundi nefndarinnar þ. 8. mars. sl., sbr. erindi Siglingastofnunar Íslands dags. 4. mars sl. (R01010079)

4. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi borgarminjavarðar og forstöðumanns Ljósmyndasafns Reykjavíkur, dags. 19. mars 2004, þar sem óskað er eftir rökstuðningi við ákvörðun safnaráðs um lækkun á úthlutun úr safnasjóði árið 2004 til Ljósmyndasafns og Minjasafns Reykjavíkur. (R04030116)

5. Lagt fram til afgreiðslu tilboð um leigu, veitingarekstur og menningarstarf í Iðnó, en tilboð Margrétar Rósu Einarsdóttur var það eina sem barst að loknu útboði. Menningarmálanefnd samþykkir tilboðið með þeim fyrirvara að staðfesting fylgi um að bjóðandi sé í skilum með opinber gjöld. Nefndin óskar Margréti Rósu jafnframt góðs gengis við rekstur hússins. Menningarmálastjóra er falinn framgangur málsins. (R04010209)

6. Lögð fram til afgreiðslu styrkumsókn Ólafs S.K. Thorvaldz, f.h. Children of Loki, dags. 8. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna leiksýninga í Edinborg, London og Reykjavík. Menningarmálanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu. (04030068)

Fundi slitið kl. 17.30

Stefan Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Gísli Marteinn Baldursson
Rúnar Freyr Gíslason