Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, föstudaginn 7. febrúar, var haldinn 366. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Að auki voru u.þ.b. 85 gestir.

Fundarefni: Opinber stefna um Listasafn Reykjavíkur og not af sýningarsölum borgarinnar.

Fundur hófst á því að Stefán Jón Hafstein bauð fólk velkomið.

Eiríkur Þorláksson forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur gerði grein fyrir stefnu Listasafns Reykjavíkur og rakti breytingar sem gerðar voru þegar hætt var að leigja út sali Kjarvalsstaða. Hann greindi frá ýmsum verkefnum safnsins. Í kjölfarið hófust líflegar umræður.

Fundi slitið kl. 13.40

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Rúnar Freyr Gíslason