Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 27. mars, var haldinn 370. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur og hófst hann kl. 09.00 Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Kjartan Ólafsson fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Eiríkur Þorláksson forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur var gestur fundarins. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Kynningarferð um sali Listasafns Reykjavíkur í fylgd Eiríks Þorlákssonar forstöðumanns.

2. Lögð fram til afgreiðslu tillaga að styrk handa hljómsveitunum Ensími og Singapore Sling til þátttöku í söluráðstefnunni “South by Southwest” í Austin í Texas. Samþykktur styrkur að upphæð kr. 200.000,- handa hvorri hljómsveit.

3. Lögð fram til afgreiðslu tillaga þess efnis að menningarmálanefnd leggi fram 1.6 millj. króna vegna samstarfssamnings um rekstur alþjóðlegs samtímalistasafns í Reykjavík. Þessar 1.6 m.kr. er mismunur á aukafjárveitingu borgarráðs og upphæð samnings vegna ársins 2003 er undirritaður var af borgarstjóra f.h. Reykjavíkurborgar þ. 27. janúar 2003. Tillagan var samþykkt.

4. Lagt fram erindi, dags. 12. mars 2003, sem vísað var til menningarmálanefndar frá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar og varðar tillögu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks um fornminjar í Þingnesi v/Elliðavatn. Tillögunni fylgdi greinargerð. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Minjasafns Reykjavíkur.

5. Lagt fram til afgreiðslu erindi forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 26. mars 2003 og varðar staðsetningu útilistaverksins "Dýrmæti", eftir Gjörningaklúbbinn, við Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Samþykkt.

6. Lögð fram umsögn Eiríks Þorlákssonar dags. 17. mars 2003 við fyrirspurn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur frá síðasta fundi um listaverk eftir Grím Marinó Steindórsson.

7. Umræður um sýningarstefnu Listasafns Reykjavíkur og notkun á sölum þess. Lögð fram ýmis gögn sem tengjast málinu.

8. Formaður kynnti hugmyndir að stofnun sjóðsins "Loftbrú erlendis" til til styrktar hljómsveitum og fjöllistahópum til að koma sér á framfæri erlendis. Nefndin tók vel í hugmyndina og að málið yrði kannað áfram í samvinnu við viðeigandi aðila.

Öðrum málum á dagskrá frestað.

Fundi slitið kl. 10.55

Stefán Jón Hafstein
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Ásrún Kristjánsdóttir