Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 13. mars, var haldinn 369. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Kjartan Ólafsson fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Fundargerð ritaði Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi frá SÍM - Sambandi ísl. listamanna dags. 25. febrúar sl. og varðar afnot listamanna af sýningarsölum Listasafns Reykjavíkur. Þar er einnig ítrekuð nauðsyn þess að haft verði samráð við SÍM áður en nefndin tekur ákvarðanir um málefni sem varða myndlistarmenn miklu.

- Kl. 09.15 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

2. Lagt fram erindi frá Filmkontakt Nord á Íslandi dags. 28. febrúar sl., þar sem kynnt er kvikmyndahátíðin Nordisk Panorama, 5 Cities Film Festival, sem haldin verður í Reykjavík árið 2004. Í erindinu er farið fram á viðræður um samstarf Reykjavíkurborgar vegna hátíðarinnar. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Höfuðborgarstofu.

3. Hanna Birna Kristjánsdóttir bar fram fyrirspurn um listaverk sem Grímur Marinó Steindórsson mun hafa unnið fyrstu verðlaun fyrir í samkeppni ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar árið 1987. Samþykkt að vísa fyrirspurninni til forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur.

4. Umræður um framlög til popphljómsveita. Frestað.

5. Kynntar nýjar hugmyndir um Listahátíð. Halldór Guðmundsson varaformaður stjórnar Listahátíðar mætti á fundinn og gerði grein fyrir hugmyndunum.

- Kl. 09.55 vék Rúnar Freyr Gíslason af fundi.

6. Umræður um Bókmenntahátíð í Reykjavík.

7. Reifaðar hugmyndir að fyrirhuguðum sparnaði Reykjavíkurborgar á næsta fjárhagsári. Samþykkt að menningarmálanefnd, forstöðumenn og menningarmálastjóri vinni að endurskoðun markmiða og leiða.

8. Menningarmálastjóri sagði frá nýlegri ferð sinni á ráðstefnu IFEA í Vínarborg.

9. Ásrún Kristjánsdóttir lagði til að myndlistarnemendur fái frípassa til þess að sjá listsýningar á vegum Reykjavíkurborgar. Frestað

Fundi slitið kl. 10.45

Stefán Jón Hafstein
Steinunn Birna Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Ásrún Kristjánsdóttir Rúnar Freyr Gíslason