Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 13. febrúar, var haldinn 367. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ásrún Kristjánsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Tinna Traustadóttir. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Kjartan Ólafsson fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynning framkvæmdum á Aðalstræti 16 vegna varðveislu fornleifa og húsa. Borgarminjavörður mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu.

2. Lögð fram til samþykktar svohljóðandi tillaga til stuðnings við endurreisn stofnunar Nýsköpunarsjóðs tónlistar (Musica Nova)

Menningarmálanefnd styður stofnun Nýsköpunarsjóðs tónlistar (Musica Nova) frá og með ársbyrjun 2003. Framlag Reykjavíkurborgar að upphæð tvær milljónir króna verði tekið af rekstrarramma menningarmálanefndar árið 2003. Menningarmálastjóra er falið að fullgera samþykkt sjóðsins í samráði við Tónskáldafélag Íslands. Sjóðurinn verði sjálfseignarstofnun með stofnframlagi frá Reykjavíkurborg.

Tillögunni fylgdi greinargerð. Samþykkt. 3. Styrkjaúthlutun menningarmálanefndar. Frestað.

4. Lagt fram til kynningar erindi Samtaka um leikminjasafn, dags. 29. janúar 2003.

5. Lagt fram erindi Ragnars Axelssonar ljósmyndara, dags. 22. janúar 2003, þar sem farið er fram á leyfi til að setja upp sýningu á ljósmyndum í + Reykjavíkurtjörn. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Umhverfisnefndar.

6. Lagt fram til kynningar erindi Vigdísar Klemensdóttur, dags. 3. febrúar 2003, þar sem kynnt er hugmynd að bekk sem áningarstaðar á gönguleiðum í Reykjavík.

7. Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um undirbúning heildarskráningar á myndskreytingum í byggingum Reykjavíkurborgar dags. 24. janúar sl., ásamt reglum um nýskráningu og eftirlit með föstum myndskreytingum í byggingum borgarinnar, sem samþykktar voru í borgarráði 28. janúar sl.

8. Menningarmálastjóri kynnti Vetrarhátíð í Reykjavík sem haldin verður í Reykjavík 27. febrúar til 2. mars nk.

9. Lagt fram til kynningar minnisblað frá fundi á Umhverfisstofu 29. janúar sl. og varðar leigu og umsjón með eyjum á sundum og í Kollafirði.

10. Umræður um opinn fund menningarmálanefndar 7. febrúar sl. um listasöfnin og salina í Reykjavík

Fundi slitið kl. 11.00

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Tinna Traustadóttir