Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2003, fimmtudaginn 23. janúar, var haldinn 365. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Ásrún Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Kjartan Ólafsson fulltrúar BÍL og Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð ásamt Unni Birgisdóttur.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram tillögur faghópa v. styrkja menningarmálanefndar 2003. Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir og María Karen Sigurðardóttir mættu á fundinn og gerðu grein fyrir umsögnum faghópa ásamt Kjartani Ólafssyni fulltrúa BÍL.

2. Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi um rekstur alþjóðlegs samtímalistasafns að Laugavegi 37 í Reykjavík. Drögin voru samþykkt í borgarráði 21. janúar sl.

3. Formaður lagði til að haldinn yrði opinn fundur menningarmála-nefndar í Ráðhúsinu með þar sem þemað yrði listasöfnin og salirnir í borginni og listamenn yrðu hvattir til að mæta og tjá sig. Samþykkt.

4. Lögð fram til kynningar tillaga að lausafjárkaupum menningarstofnana 2003.

5. Lögð fram til kynningar þriggja ára áætlun menningarmála.

6. Lagðar fram upplýsingar um Listahátíðina Circuit í Barcelona dagana 7., 8. og 9. febrúar nk. Lagt til að styrkja verkefnið um 500 þús. kr. sem teknar verði af þeim 7 millj. er settar voru til hliðar við gerð fjárhagsramma 2003. Samþykkt.

7. Lögð fram tillaga, ásamt greinargerð, dags. 23. janúar 2003 þar sem menningarmálanefnd leggur til að Musica Nova verði endurreist til stofnunar Nýsköpunarsjóðs tónlistar. Frestað til næsta fundar.

8. Lagt fram erindi dags. 21. janúar 2003 frá Ástu R. Jóhannesdóttur þar sem reifuð er hugmynd um að komið verði upp aðstöðu, í einhverri af menningarstofnunum borgarinnar, til að heiðra listamenn sem helgað hafa verk sín Reykjavík með einum eða öðrum hætti. Menningarmálastjóra falið að ræða við borgarbókavörð um möguleika á framkvæmd málsins.

9. Lögð fram að nýju tillaga, ásamt greinargerð, sem kynnt var á fundi menningarmálanefndar 12. desember sl. og varðar viðbætur við menningarstefnu. Tillagan var samþykkt.

10. Lagt fram til umsagnar erindi stjórnkerfisnefndar varðandi hverfisskiptingu, dags. 16. janúar sl. Frestað.

11. Lagt fram til kynningar erindi dags. 22. nóvember 2002, frá ritara borgarstjóra, vegna erindis Guðrúnar Jónsdóttur, formanns íbúasamtaka Kjalarness, dags. 13. s.m., um útnefningu á Fólkvangi sem Menningarhúsi Kjalarness. Frestað.

Á fundinum var dreift skýrslu Jóhanns Sigmarssonar framkvæmdastjóra Stuttmyndadaga í Reykjavík 2002.

Fundi slitið kl. 14.15

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Dagur B. Eggertsson Rúnar Freyr Gíslason