Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 19. desember, var haldinn 342. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Dillonshúsi í Árbæjarsafni og hófst hann kl. 12. Viðstaddir voru: Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Kristín Blöndal, Júlíus Vífill Ingvarsson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra voru viðstaddir, Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar BÍL, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Gunnar Björnsson, María Karen Sigurðardóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.

1. Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi, kynnti Listahátíð í Reykjavík 2002. Ræddar voru hugmyndir um myndlistartvíæring.

2. Lögð fram og rædd umsögn menningarmálanefndar um stefnumörkun um Viðey og eyjarnar á Sundunum. Frestað. 3. Lögð fram að nýju athugasemd frá fulltrúum BÍL dags. 5. desember 2001 vegna stefnumörkunar um Viðey og eyjarnar á Sundunum. Jafnframt var lögð fram svohljóðandi bókun stjórnar Bandalags ísl. listamanna:

Vegna erindis fulltrúa BÍL, sem þátt tóku í vinnu ráðgjafahópa um framtíðarsýn fyrir Viðey og aðrar eyjar á Sundunum, vill stjórn BÍL lýsa yfir eindregnum stuðningi við framkomnar athugasemdir við niðurstöðu stýrihópsins. Menningarfulltrúa var falið að svara bókuninni.

4. Lögð fram svohljóðandi bókun stjórnar BÍL með tilvísun í 13. lið fundargerðar menningarmálanefndar þ. 5. desember sl. Bandalag íslenskra listamanna lýsir yfir ánægju með þá uppbyggingu og þróun sem orðið hefur í stjórnsýslu menningarmála hjá borginni með tilkomu sérstakrar skrifstofu menningarmála og skipan menningarmálastjóra árið 1999. Skilvirk og aðgengileg stjórnsýsla er forsenda þess að það fjármagn sem varið er til menningarmála á hverjum tíma nýtist sem best. Um leið og stjórn BÍL hvetur til áframhaldandi uppbyggingar á þessu sviði vill hún jafnframt minna á að brýnt er að auka heildarfjármagn til menningar- og listalífsins í höfuðborginni. 5. Lagðar fram og kynntar hugmyndir um gerð tjarnar og bólverks á safnsvæði Árbæjarsafns. Páll Bjarnason deildarstjóri húsadeildar gerði grein fyrir málinu.

- Kl. 14.05 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

6. Lagt fram til kynningar nýtt skipurit Minjasafns Reykjavíkur.

7. Lögð fram til kynningar framvinduskýrsla um fornleifarannsóknir í Aðalstræti ásamt skýrslu Fornleifastofnunar Íslands sama efnis.

8. Lögð fram til kynningar menningarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarráði 11. desember sl.

9. Lagt fram erindi frá stjórn Vesturgötu 3 ehf, dags. 13. desember 2001 þar sem 3ja ára starfssamningi Kaffileikhússins við borgina frá 21. maí s.á. er rift.

10. Lagt fram erindi frá Samtökum um leikminjasafn, dags. 14. desember sl. þar sem farið er fram á aðstoð nefndarinnar við útvegun húsnæðis fyrir fyrirhugað safn.

11. Lagt fram til kynningar bréf borgarstjóra dags. 10. desember sl. með ályktun miðborgarstjórnar um tónlistar- og ráðstefnuhús.

12. Lagður fram endanlegur listi yfir umsagnaraðila um styrki menningarmálanefndar 2002 ásamt tillögum að vinnureglum fyrir faghópa.

13. Forstöðumaður Borgarbókasafns upplýsti að útlán Borgarbókasafns á yfirstandandi ári væru komin yfir 1 milljón í fyrsta sinn síðan árið 1977. 14. Borgarminjavörður upplýsti að gestafjöldi þá tvo sunnudaga í desember sem opið væri hefði verið um 2000 manns og að daglega á aðventunni heimsæktu skólar og leikskólar safnið í miklum mæli. 15. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur greindi frá því að Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu hlaut nýlega viðurkenningu Lagnafélags Íslands ,,Lofsvert lagnaverk 2000”, en félagið veitir árlega viðurkenningu fyrir lagnaverk í nýbyggingu á Íslandi er þykir framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Er þetta fimmta viðurkenningin sem safnið hlýtur eftir flutning í Hafnarhúsið.

Fundi slitið kl. 14.20

Guðrún Jónsdóttir

Anna Geirsdóttir Eyþór Arnalds
Kristín Blöndal Júlíus Vífill Ingvarsson