Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 21. nóvember, var haldinn 340. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Guðrún Jónsdóttir formaður, Örnólfur Thorsson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar BÍL, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Gunnar Björnsson, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Jóhannes Kjarval frá Borgarskipulagi kynnti tillögu gatnamálstjóra að breytingum á skipulagi og hönnun Ingólfstorgs, sérstaklega gosbrunns.

- Kl. 12.20 tók Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundi. - Kl. 12.30 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundi.

Jafnframt kynnti hann deiliskipulag reitar 1.172.2 milli Klapparstígs, Laugavegar, Frakkastígs og Grettisgötu.

2. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Hjörleifur Sigurðsson: "Brú", 2000 - olíulitir á japanskan pappír "Ort um brúna" 2000 - olíulitir á japanskan pappír Helgi Gíslason: "Viðræða", 2001 - bronssteypa og gúmmí Tillagan var samþykkt.

3. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur kynnti listaverkagjafir sem safninu hafa verið afhentar að gjöf. Um er að ræða gjafir frá tveimur aðilum: a) Dánargjöf Steingerðar Guðmundsdóttur (1912-1999) sem inniheldur alls 11 listaverk: Jóhannes S. Kjarval - "Nocturne", 1955 - olía á striga - 29x69 cm "Skjaldmærin I" 1954-55 - olía á striga, 38x50 cm "Skjaldmærin II" 1955-56 - olía á pappír, 49x68 cm "Snjór" - 1957 - olía á pappír, 63x63 cm "Kokkurinn í Álfheimum" 1960 - vaxlitur á pappír, 58x46 cm "Tómasína" - 1924 - túss á pappír, 34x34 cm "Sumarmál" 1962 - vaxlitur, 51,5x68 cm Nína Tryggvadóttir - Án titils - olía á spjald, 16x9 cm Valtýr Pétursson - Án titils, 1979 - olía á striga, 34x23 cm Jóhanna Bogadóttir - Olía á striga, 75x64 cm Eiríkur Smith - "Svif" 1994 - olía á striga, 65x90 cm

b) Dánargjöf Ólafar Vernharðsdóttur (1911-2001) sem inniheldur 3 listaverk eftir Jóhannes S. Kjarval: "Haustlitir á Snæfellsnesi (Sólsetur á Snæfellsjökli), olíukrít á pappír, 37x50 cm "Kristnitakan á Þingvöllum", olía á léreft, 33x57 cm "Bjólfur á Seyðisfirði", 1921-22 - vatnslitur á pappír

4. Lögð fram umsögn forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, gerð að beiðni menningarmálastjóra, við erindi Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 5. nóvember 2001 þar sem óskað er umsagnar menningarmálastjóra og menningarmálanefndar um að borgarráð taki við til eignar listaverk, eftir Grím Marinó Steindórsson, sem tileinkað er minningu síðustu ábúenda í Gufunesi. Menningarmálanefnd samþykkti umsögnina.

5. Kynningargögnum borgarminjavarðar um áhrif nýrra laga á söfn Reykjavíkurborgar dreift.

- Kl. 13.20 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi.

6. Menningarfulltrúi kynnti niðurstöður stýrihóps um stefnumörkun Viðeyjar.

7. Eyþór Arnalds óskaði eftir greinargerð um störf skrifstofu menningarmálastjóra. - Kl. 14.15 vék Anna Geirsdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 14.30

Guðrún Jónsdóttir

Eyþór Arnalds Örnólfur Thorsson