Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND Ár 2001, miðvikudaginn 17. október, hélt menningarmálanefnd sinn 338. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu: Guðrún Jónsdóttir formaður, Örnólfur Thorsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar B.Í.L. Einnig sátu fundinn Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Gunnar Björnsson, María Karen Sigurðardóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Menningarmálastjóri lagði fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun menningarmála 2002. Forstöðumenn gerðu hvert fyrir sig grein fyrir áætlunum sinna stofnana. Borgarbókavörður lagði fram tillögu um hækkun gjaldskrár skírteina úr 800 kr. í 1.000 kr. (25%) f.o.m. næstu áramótum. Samþykkt. Fulltrúar minnihluta sátu hjá. Óskir um fjárveitingar utan ramma verða ræddar á aukafundi eftir viku. Afgreiðslu starfs- og fjárhagsáætlana frestað til aukafundar að viku liðinni, 24. október.

- Kl. 12.25 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum. - Kl. 13.00 tók Ólafur Þórðarson sæti á fundinum. - Kl. 13.20 véku Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Gunnar Björnsson og María Karen Sigurðardóttir af fundi. - Kl. 13.20 tóku Ásrún Kristjánsdóttir, Margrét Bóasdóttir og Jón Björnsson sæti á fundinum.

2. Menningarstefna. Jón Björnsson lagði fram drög að menningarstefnu. Ákvörðun um leiðarljós og meginmarkmið frestað til aukafundar í næstu viku 24. október. - Kl. 13.40 vék Eyþór Arnalds af fundi. - Kl. 14.15 vék Margrét Bóasdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 14.20

Guðrún Jónsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Anna Geirsdóttir
Örnólfur Thorsson