Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, fimmtudaginn 12. desember, var haldinn 364. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á Árbæjarsafni og hófst hann kl. 11.30. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Tinna Traustadóttir. Auk þeirra voru viðstödd Áslaug Thorlacius og Kjartan Ólafsson fulltrúar BÍL, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Menningarfulltrúi kynnti Balanced Scorecard.

Anna Torfadóttir, Elísabet B. Þórisdóttir, María Karen Sigurðardóttir og Svanhildur Bogadóttir mættu á fund kl. 12.00

2. Lagt fram til kynningar yfirlit um umsóknir um styrki menningarmálanefndar 2003 ásamt tillögu að umsagnaraðilum. Formanni og menningarmálastjóra falið að útbúa leiðbeinandi leikreglur fyrir umsagnaraðila.

3. Lögð fram til samþykktar tillaga að 11 milljóna kr. niðurskurði á kostnaðarstaði vegna endurskoðunar fjárhagsramma sbr. erindi borgarstjóra dags. 25. nóvember 2002. Samþykkt með hjásetu fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

4. Lögð fram til samþykktar tillaga að tilnefningu Signýjar Pálsdóttur og Örnólfs Thorssonar sem fulltrúa borgarinnar í úthlutunarnefnd Menningarborgarsjóðs, sbr. tilmæli frá sviðsstjóra þróunar- og fjölskyldusviðs á fundi menningarmálanefndar 28. nóv. sl. Samþykkt.

5. Drög að reglum um Listskreytingasjóð Reykjavíkurborgar. Frestað.

6. Lagður fram til samþykktar leigusamningur milli Leiguvals sf og Listasafns Reykjavíkur um geymslurými við Hólmaslóð fyrir Listasafnið. Samningurinn var undirritaður þ. 9. desember sl. með fyrirvara um samþykki menningarmálanefndar. Samþykkt.

7. Lögð fram til samþykktar svohljóðandi tillaga um rekstur Iðnó:

Menningarmálanefnd samþykkir að leigusamningur við Iðnó ehf um rekstur Iðnós, sem rennur út 15. apríl 2003 án uppsagnar eða sérstakrar tilkynningar, verði framlengdur til 30. ágúst 2003. Jafnframt verði auglýst í apríl 2003 að nýju eftir rekstraraðila sem annist veitingarekstur og menningarstarf í húsinu frá 1. september 2003 skv. samningi.

Samþykkt.

8. Lögð fram tillaga að viðbót við menningarstefnu Reykjavíkur-borgar. Frestað.

9. Menningarmálastjóri greindi frá ráðningu Evu Daggar Kristbjörnsdóttur í starf menningarfulltrúa í ársleyfi Önnu Margrétar Guðjónsdóttur.

10. Hanna Birna Kristjánsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokks bar fram tvær fyrirspurnir: a) Bókasafn í Árbæ. Liggur fyrir ákvörðun um húsnæði? b) Leikfélag Reykjavíkur. Liggur fyrir samkomulag fyrir næsta ár?

Borgarbókavörður gerði grein fyrir a) lið varðandi stöðu mála við bókasafn í Árbæjarhverfi. Hún upplýsti hvernig undirbúningi er háttað, flutningur í Ársel sé á starfs- og fjárhagsáætlun 2003 og áætlað að safnið verði opnað á árinu 2004.

Formaður menningarmálanefndar svaraði b) lið varðandi málefni LR þannig að hann sé bundinn trúnaði en að svar muni liggja fyrir í ræðu borgarstjóra í 2. umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar á næsta fundi borgarstjórnar.

Eftirfarandi gögnum var dreift á fundinum: Áskorun frá aðalfundi Bandalags ísl. listamanna 2 ritum frá Myndhöggvarafélagi Íslands

Næsti fundur ákveðinn fimmtudag 23. janúar 2003.

Fundi slitið kl. 13.45

Stefán Jón Hafstein
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Ásrún Kristjánsdóttir Tinna Traustadóttir