Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, fimmtudaginn 28. nóvember, var haldinn 363. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu menningarmála og hófst hann kl. 09.10. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Auk þeirra var viðstödd Áslaug Thorlacius fulltrúi BÍL, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Fundur hófst á því að nýr fulltrúi BÍL, Áslaug Thorlacius nýkjörinn formaður SÍM, var boðin velkomin.

1. Listahátíð í Reykjavík 2002. Þórunn Sigurðardóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík gerði grein fyrir Listahátíð 2002.

2. Kristín Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar- og fjölskyldusviðs Ráðhúss Reykjavíkur og Þórunn Sigurðardóttir kynntu málefni Menningarborgarsjóðs. Tilnefning menningarmálanefndar um tvo nýja fulltrúa borgarinnar í stjórn sjóðsins þarf að berast fyrir áramót.

3. Menningarmálastjóri kynnti fyrirhugaða styrkjaúthlutun menningarmálanefndar. Tilnefning menningarmálanefndar í umsagnarhópa fagaðila þarf að liggja fyrir á næsta fundi.

4. Formaður kynnti niðurstöður athugunar v/Viðeyjar. Flest bendir til þess að framkvæmdir sem lúta að breytingum á rekstri bíði í 1 ár.

5. Lögð fram drög að reglum um Listskreytingasjóð. Frestað.

6. Kynning menningarfulltrúa á Balanced Scorecard. Frestað.

7. Lögð fram til kynningar ný samþykkt fyrir menningarmálanefnd sem samþykkt var í borgarstjórn þ. 7. nóvember 2002. Breytingar voru gerðar á 8. og 9. grein samþykktarinnar.

8. Menningarmálastjóri kynnti erindi frá SPRON dags. 27. nóvember sl. þar sem greint er frá samþykkt stjórnar menningar- og styrktarsjóðs SPRON þess efnis að færa Reykjavíkurborg að gjöf útilistaverk í tilefni 70 ára afmælis SPRON. Menningarmálanefnd þakkaði höfðinglegt boð og vísaði erindinu til meðferðar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur.

9. Fulltrúi BÍL bar fram tilmæli frá stjórn BÍL þess efnis að BÍL fái að tilnefna 1 fulltrúa í stjórn menningarborgarsjóðs.

Fundi slitið kl. 10.50

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir