Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, fimmtudaginn 24. október, var haldinn 361. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Ásrún Kristjánsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Valgarður Gunnarsson fulltrúar BÍL, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram til afgreiðslu starfs- og fjárhagsáætlanir menningarmála og menningarstofnana Reykjavíkurborgar; Borgarbókasafns, Borgarskjalasafns, Listasafns, Ljósmyndasafns, Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Minjasafns. Forstöðumenn stofnananna mættu á fundinn og gerðu grein fyrir áætlununum sinna stofnana. Samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.

2. Menningarmálastjóri greindi frá að afhending Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar verður í Höfða föstudaginn 1. nóvember nk. kl. 17.00.

Næsti fundur ákveðinn 14. nóvember nk.

Fundi slitið kl. 11.00

Stefán Jón Hafstein
Ásrún Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Steinunn Birna Ragnarsdóttir Rúnar Freyr Gíslason