Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, þriðjudaginn 10. október, var haldinn 360. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 09.00. Viðstaddir voru Stefán Jón Hafstein formaður, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason. Auk þeirra voru viðstaddir Pjetur Stefánsson fulltrúi BÍL, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Unnur Birgisdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til kynningar drög að starfs- og fjárhagsáætlunum menningarmála 2003. Forstöðumenn menningarstofnana mættu á fundinn vegna málsins.

- Kl. 09.10 tók Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.

2. Menningarmálastjóri kynnti hugmyndir um barnaleikhúsmessu þar sem fyrirhugað er að fulltrúar skóla og leikskóla gætu kynnt sér hvað er í boði fyrir börn hjá leikhúsum og leikhópum.

3. Lögð fram til kynningar skýrsla verkefnisstjórnar menningarnætur.

4. Lögð fram til samþykktar svohljóðandi tillaga að skipun í starfshóp um reglur f. Listskreytingasjóð; Eiríkur Þorláksson, Guðmundur Pálmi Kristinsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson og Anna Eyjólfsdóttir. Tillagan var samþykkt.

5. Lögð fram til samþykktar tillaga að skipun í starfshóp um breyttar áherslur í Viðey 2003. Lagt var til að hópinn skipuðu Stefán Jón Hafstein formaður menningarmálanefndar, Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og Jón Björnsson fyrrv. framkv.stjóri þróunar- og fjölskyldusviðs Ráðhúss Reykjavíkur. Tillagan var samþykkt.

6. Lagt fram erindi dags. 1. október 2002 og 14. des. 2001 frá Jóni Viðari Jónssyni f.h. Samtaka um leikminjasafn. Í erindinu er falast eftir húsnæði undir leikminjasafn.

Fundi slitið kl. 11.15

Stefán Jón Hafstein

Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir
Rúnar Freyr Gíslason