Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 15. maí var haldinn 352. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12. Viðstaddir voru Guðrún Jónsdóttir formaður, Örnólfur Thorsson og Kristín Blöndal. Auk þeirra voru viðstaddir Pjetur Stefánsson fulltrúi BÍL, Anna Torfadóttir, Elísabet B. Þórisdóttir, Gunnar Björnsson, María Karen Sigurðardóttir og Signý Pálsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.

1. Formaður greindi frá stöðu í málefnum Korpúlfsstaða og lagði fram svohljóðandi tillögu: Menningarmálanefnd samþykkir að Samband íslenskra myndlistarmanna fái á leigu fyrrverandi húsnæði Borgarskjalasafns í stað þess húsnæðis sem ætlað er til stækkunar Korpuskóla sbr. uppdrátt Fasteignastofu Reykjavíkur dags. í dag. Jafnframt felur nefndin menningarmálastjóra að endurnýja leigusamning við SÍM, frá 24. maí 1996, til 3ja ára hið minnsta.

Tillagan var samþykkt.

2. Lagðar fram til afgreiðslu tillögur að samþykktum fyrir menningarstofnanir Reykjavíkurborgar. Tillögurnar voru samþykktar.

- Kl. 13 vék Kristín Blöndal af fundi.

3. Lögð fram ályktun/tillaga frá Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa dags. 2. maí 2002 vegna styrkveitinga menningarmálanefndar til leiklistar. Frestað. 4. Umræður um framtíðarnýtingu Iðnó.

Fundi slitið kl. 13.25

Guðrún Jónsdóttir
Örnólfur Thorsson