Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 8. maí, var haldinn 351. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12. Viðstaddir voru Guðrún Jónsdóttir formaður, Örnólfur Thorsson, Eyþór Arnalds og Guðrún Pétursdóttir. Auk þeirra voru viðstödd Kjartan Ólafsson og Inga Elín Kristinsdóttir fulltrúar BÍL, Anna Torfadóttir, Elísabet B. Þórisdóttir, Eiríkur Þorláksson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Gunnar Björnsson, María Karen Sigurðardóttir og Signý Pálsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.

1. Lögð fram til afgreiðslu svohljóðandi tillaga að listaverkakaupum:

Hlynur Hallsson: "Hrafnagilsstræti", 1996 - útsagað MDF, póstkort til að taka með og plexibox, 68 x 130 cm og 10 x 16 cm "Mikilvægt - Wichtig - Important", 1999 - 8 myndbönd fyrir 8 skjái, póstkort til að taka með og 8 plexibox, stærð breytileg "Spurningar - Fragen - Questions", 2000 (á þetta að vera svona ...) - Ljósmyndir og texti á harðplast, 30 x 60 cm "Spurningar - Fragen - Questions", 2000 (hvað kostar þetta ...) - Ljósmyndir og texti á harðplast, 30 x 60 cm "Spurningar - Fragen - Questions", 2000 (er þetta fallegt ...) - Ljósmyndir og texti á harðplast, 30 x 60 cm

Tillagan var samþykkt. 2. Lögð fram til afgreiðslu tillaga forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur dags. 7. maí þ.m. um staðsetningu útilistaverks - brjóstmyndar af Þorsteini Einarssyni fyrrum íþróttafulltrúa ríkisins. Tillagan er gerð í samráði við áhugahóp um uppsetningu á brjóstmyndinni, garðyrkjustofu og stjórnendur Grasagarðsins í Laugardal. Tillagan var samþykkt. 3. Formaður lagði fram tillögu að borgarlistamanni sem tilnefndur verður opinberlega 17. júní nk. Tillagan var samþykkt. 4. Lögð fram til afgreiðslu styrkbeiðni dags. 24. apríl sl. vegna sýningarinnar "Den Nordatlantiske Brygge". Samþykkt að vísa erindinu til afgreiðslu styrkja.

- Kl. 12.40 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum.

5. Formaður gerði grein fyrir stöðu í málefnum Korpúlfsstaða. Samþykkt að vinnuhópur hittist á aukafundi nk. mánudag 13. maí og skili af sér hugmyndum um framtíðarnýtingu hússins á fundi menningarmálanefndar 22. maí nk. - Kl. 12.50 vék Guðrún Pétursdóttir af fundi 6. Lagt fram til umsagnar mat, dags, 7. maí 2002 ásamt greinargerð dags. 8. maí, sem er framhald af tillögum, sem lagðar voru fyrir menningarmálanefnd 20. mars sl., um verndun húsa. Borgarminjavörður og Páll V. Bjarnason deildarstjóri húsadeildar Árbæjarsafns kynntu matið. Menningarmálanefnd samþykkti matið. 7. Lögð fram til kynningar greinargerð og skilmálar með deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.171.4 dags. 24. apríl sl. Jóhannes S. Kjarval, borgarskipulagi, gerði grein fyrir málinu.

8. Lögð fram umsögn borgarminjavarðar og menningarfulltrúa dags. 6. maí sl. um erindi Ásatrúarfélagsins sem lagt var fyrir menningarmálanefnd 10. apríl sl. varðandi rekstur á menningartengdri ferðaþjónustu. Umsögnin var samþykkt. 9. Farið fram á formlegt samþykki nefndarinnar fyrir ferð formanns á fund formanna menningarmálanefnda og menningarmálastjóra Norðurlanda, sem haldinn verður í Stokkhólmi 4.- 5. júní nk. og kynntur var á fundi nefndarinnar 6. mars sl. Samþykkt. 10. Samþykkt að hafa aukafund um samþykktir menningarstofnana Reykjavíkurborgar nk. miðvikudag 15. maí.

Fundi slitið kl. 13.40

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Eyþór Arnalds
Örnólfur Thorsson