Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 24. apríl, var haldinn 350. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.25. Viðstaddir voru Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir og Ólafur Þórðarson. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar BÍL, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Gerður Róbertsdóttir, Gunnar Björnsson, María Karen Sigurðardóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.

1. Lögð fram drög að nýjum samþykktum fyrir Listasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Minjasafn Reykjavíkur, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Frestað til aukafundar nk. fimmtudag 2. maí.

2. Lögð fram drög, dags. í dag, að umsögn Guðmundar Pálma Kristinssonar forstöðumanns Fasteignastofu og Þorvaldar S. Þorvaldssonar borgararkitekts um tillögu menningarmálanefndar til borgarráðs, dags. 15. ágúst 2001, um listskreytingasjóð Reykjavíkurborgar. Nefndin fagnaði umsögninni og gerði smávægilegar athugasemdir.

3. Formaður gerði grein fyrir eftirfylgni stefnumörkunar vegna Viðeyjar. Vinnuhópur skipaður borgarminjaverði, fulltrúum Fasteignastofu, Umhverfis- og heilbrigðisstofu, byggingafulltrúa, skipulagsfulltrúa og væntanlega borgarhagfræðingi er að hefja störf um þessar mundir.

4. Formaður gerði grein fyrir stöðu mála varðandi Korpúlfsstaði. Menningarmálanefnd styður þær hugmyndir að samningur við SÍM um vinnustofur listamanna verði framlengdur og vinnustofum fjölgað.

5. Formaður óskaði eftir að tillögum að borgarlistamanni 2002 verði skilað á næsta fundi.

6. Lagt fram erindi leikfélagsins Snúðs og Snældu vegna afgreiðslu menningarmálanefndar á styrkumsókn. Menningarmálastjóra falið að svara erindinu.

Fundi slitið kl. 14.10

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir
Ólafur Þórðarson