Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 10. apríl, var haldinn 349. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12. Viðstaddir voru Guðrún Jónsdóttir formaður, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Ólafur Þórðarson. Auk þeirra voru viðstaddir Pjetur Stefánsson og Tryggvi M. Baldvinsson fulltrúar BÍL, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Gunnar Björnsson, María Karen Sigurðardóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram til kynningar ný samþykkt fyrir menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar er samþykkt var í borgarstjórn 21. mars 2002.

2. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lagði fram til afgreiðslu svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Sigurjón Jóhannsson: "Undir grænni torfu", 1997 (þrímynd) - blönduð tækni, 71x91,5 cm hver (213x91,5 cm) Haukur Dór: "Tákn", 2001 - olía á striga, 100x90 cm Húbert Nói: "As above so below", 1999 (tvímynd) - olía á striga, 40x60 cm; 60x80 cm Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson: "Ljóðaljóðin á Miklubrautinni”, 2001 - blönduð tækni, teikningar (3 hlutar, 6 einingar) Tillagan var samþykkt. - Kl. 12.15 tók Anna Geirsdóttir sæti á fundinum.

3. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lagði fram til afgreiðslu tillögu, dags. 10. apríl sl., að flutningi listaverksins "Lave" e. Morice Lipsi. Listaverkið hefur staðið á Hagatorgi frá árinu 1983 en lagt er til að það verði flutt og staðsett á Miklatúni. Tillagan var samþykkt.

4. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur kynnti gjöf sem safninu hefur borist frá Hannesi Lárussyni myndlistarmanni, sbr. gjafabréf dags. 8. apríl 2002. Um er að ræða þrjár byggingar ásamt hljóðupptöku og myndbandi frá sýningu listamannsins "Hús í hús" á Kjarvalsstöðum nýverið.

5. Lagt fram bréf borgarráðs dags. 26. mars sl. þar sem samþykkt er aukafjárveiting vegna viðgerðar listaverksins Öndvegissúlur eftir Sigurjón Ólafsson.

6. Lagðar fram tillögur að nýjum samþykktum fyrir Listasafn Reykjavíkur, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Minjasafn Reykjavíkur. Frestað. 7. Umræður um erindi erindi SÍM frá síðasta fundi varðandi listaverk sem er hluti gangstéttar á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis.

8. Lagt fram ódags. erindi til borgarráðs frá starfshópi um stofnun Sjóminjasafns. Í erindinu er yfirlit um hugmyndir og tillögur um framtíðarfyrirkomulag og staðsetningu fyrirhugaðs safns. Borgarminjavörður gerði grein fyrir málinu. Borgarráð samþykkti tillögur hópsins í meginatriðum á fundi sínum þ. 26. mars sl. Menningarmálanefnd fagnar fram komnum hugmyndum að Sjóminjasafni og tekur undir hugmyndir um æskilega staðsetningu safnsins á hafnarsvæði miðborgar sem yrði til þess að styrkja enn frekar menningatengda starfsemi á svæðinu.

9. Lagt fram erindi dags. 15. janúar frá Hörgi ehf. - Ásatrúarfélaginu um rekstur á menningartengdri ferðaþjónustu að Grandagarði 8. Borgarminjavörður gerði grein fyrir málinu. Borgarminjaverði og menningarfulltrúa falið að vinna umsögn um erindið fyrir næsta fund.

10. Forstöðumenn gerðu grein fyrir styrkjum sem söfnum þeirra var nýlega úthlutað úr nýjum safnasjóði. Listasafnið Reykjavíkur fékk úthlutað 1,2 milljón kr., Ljósmyndasafn Reykjavíkur 300 þúsund kr. og Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur fékk 1,9 milljón kr.

11. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur gerði grein fyrir samstarfssamningi Listasafns Reykjavíkur og Kjarvalsstofu sem undirritaður var 5. apríl sl. Samningur þessi fjallar um samstarf ofangreindra aðila á tímabilinu 1. janúar 2002 til 31. desember 2004.

12. Tekið fyrir að nýju ódags. erindi Tónskáldafélags Íslands frá síðasta fundi um stofnun Nýsköpunarsjóðs tónlistar. Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins.

13. Lagt fram erindi frá Arkitektafélagi Íslands, dags. 9. apríl 2002, þar sem stjórn félagsins óskar eindregið eftir því að fagbókasafn félagsins verði áfram varðveitt á vegum byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur. Jafnframt er óskað er eftir viðræðum við menningarmálanefnd um málið. Samþykkt að vísa erindinu til meðferðar Guðrúnar Jónsdóttur, Eiríks Þorlákssonar og Péturs H. Ármannssonar. Fundi slitið kl. 14.10

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir
Ólafur Þórðarson