Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGARMÁLANEFND
Ár 2002, miðvikudaginn 6. mars, var haldinn 347. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12. Viðstaddir voru Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson, Eyþór Arnalds og Bryndís Þórðardóttir. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar BÍL, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Gunnar Björnsson og Signý Pálsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.
Þetta gerðist:
1. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Bernd Koberling: "Herbstgestirn", 2001 (Hauststjörnur) - Akryl á álplötu; 150 x 305 cm Tillagan var samþykkt. Formaður vakti máls á nauðsyn á kaupum á erlendri myndlist fyrir Listasafn Reykjavíkur og mun leggja fram tillögu þess efnis á næsta fundi. 2. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur kynnti nýundirritað samkomulag Listasafnsins og Nesútgáfunnar. Samkomulagið var undirritað með fyrirvara um staðfestingu nefndarinnar og fjallar um útgáfu heildarrits um líf og list Jóhannesar S. Kjarval. Frestað. 3. Lögð fram greinargerð forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, dags. 4. mars sl., varðandi niðurbrot myndskreytingar eftir Veturliða Gunnarsson í Árbæjarskóla. Menningarmálanefnd óskaði eftir greinargerð þessari á fundi sínum 20. febrúar sl. Forstöðumaður L.R. kynnti greinargerðina, ásamt fylgiskjölum, þar sem m.a. er gerð tillaga að heildarskráningu á föstum myndskreytingum og markverðri hönnun í byggingum Reykjavíkurborgar sem Listasafninu yrði falið að annast. Nefndin tekur undir nauðsyn þessarar skráningar og vonast til að hún verði sem fyrst að veruleika.
4. Lagt fram til kynningar bréf borgarráðs dags. 19. feb. sl. þar sem borgarráð samþykkir erindi hverfisnefndar Grafarvogs frá 4. s.m. vegna listaverks í Gufunesi.
5. Lagt fram að nýju skipurit menningarmála árið 2002. Frestað.
6. Lagt fram ársuppgjör menningarmála 2001. Menningarmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur skýrði stöðu Listasafnsins sérstaklega.
7. Lögð fram tillaga menningarmálastjóra að útfærslu reglunnar um fjárveitingar milli ára í menningarmálum. Menningarmálastjóri gerði grein fyrir málinu. Nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna og var samþykk því áliti menningarmálastjóra að æskilegt væri að menningarnótt yrði bundinn liður á fjárhagsáætlun.
8. Lagðar fram 2 tillögur borgarminjavarðar um staðsetningu ÍR hússins í Árbæjarsafni. Páll Bjarnason deildarstjóri gerði grein fyrir tillögunum. Nefndin samþykkti tillögu merkta B, sem dagsett er 6. mars 2002.
9. Borgarminjavörður gerði grein fyrir vinnuáætlun vegna mats á varðveislugildi húsa í rauðum flokki á þróunarsvæði miðborgar.
10. Lögð fram til kynningar skýrsla menningarstjórnenda í Gävle í Svíþjóð sem heimsóttu Reykjavík í janúar sl.
11. Menningarmálastjóri lagði fram skýrslu og gerði grein fyrir ferð sinni á fund menningarmálastjóra höfuðborga Norðurlanda 7.-9. feb. sl.
12. Lögð fram að nýju til umsagnar drög að samþykkt fyrir menningarmálanefnd frá stjórnkerfisnefnd dags. 20. feb. sl. ásamt erindi Tinnu Gunnlaugsdóttur forseta Bandalags ísl. listamanna til menningarmálanefndar dags. 30. ágúst 1999 og afrit af erindi Pjeturs Stefánssonar formanns Sambandi íslenskra myndlistarmanna til stjórnkerfisnefndar dags. 21. febrúar 2002. Menningarmálanefnd samþykkti breytingartillögur ásamt umsögn. Formaður skilaði séráliti um 5. grein. 13. Staðgengill borgarskjalavarðar gerði stutta grein fyrir geymslumálum safnsins. Tekin hefur verið á leigu 600 m² geymsla í Mosfellsbæ.
14. Eyþór Arnalds lagði fram svohljóðandi fyrirspurnir:
Hver er staðan á staðarvali væntanlegs útibús borgarbókasafns í Árbæjarhverfi? Ennfremur hvaða áhrif staðarvalið hafi mögulega á tómstundastarf unglinga sem verið hefur í Árseli? Hver er staðan í málefnum Korpúlfsstaða og starfi nefndar um framtíð Korpúlfsstaða sem skipuð var í byrjun kjörtímabils sem nú er að ljúka? 15. Lagt fram bréf Ómars Einarssonar dags. 22. febrúar þar sem greint er frá turni við vatnsrennibraut í Laugardalslaug sem breytt var í listaverk í tengslum við hátíðina Ljós í myrkri.
Fundi slitið kl. 14.30
Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Eyþór Arnalds
Örnólfur Thorsson Bryndís Þórðardóttir