Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2002, miðvikudaginn 6. febrúar, var haldinn 345. fundur menningarmálanefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12. Viðstaddir voru Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson, Eyþór Arnalds og Júlíus Vífill Ingvarsson. Auk þeirra voru viðstaddir Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar BÍL, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, María Karen Sigurðardóttir, Signý Pálsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir. Fundarritari var Unnur Birgisdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram umsögn borgarminjavarðar um tillögur að deiliskipulagi sem kynntar voru á fundi menningarmálanefndar 23. janúar sl. Borgarminjavörður gerði grein fyrir umsögn sinni varðandi reiti 1.170.1, 1.170.2, 1.170.3 og 1.171.3. Frestað.

2. Borgarbókavörður kynnti stöðu mála við undirbúning borgarbókasafns í Árbæjarhverfi. 5 milljónir hafa bæst við stofnkostnað menningarmála 2002 til undirbúnings safnsins. Stofnkostnaður við safnið sjálft; húsakost og safnkost er áætlaður 44 milljónir og 24-26 milljónir til árlegs reksturs. Menningarmálanefnd fagnar því að skriður sé kominn á málið og var borgarbókaverði falið að fylgjast með og greina nefndinni frá gangi mála. Borgarbókavörður gat þess einnig að 28% aukning varð á útlánum síðasta árs. 3. Umfjöllun um styrkjaumsóknir til menningarmálanefndar. Frestað.

- Kl. 14.05 véku Júlíus Vífill Ingvarsson og Örnólfur Thorsson af fundi.

4. Menningarmálastjóri sagði frá fyrirhugaðri ferð sinni til Mariehamn þar sem menningarmálastjórar höfuðborga Norðurlanda munu funda næstu daga. Í undirbúningi er fundur menningarmálanefnda sömu borga nk. haust þar sem tilefni fundarins verður barna- og unglingamenning. Í janúar 2003 verður svo höfuðborgamót Norðurlanda haldið í Reykjavík og er stefnt að því að nefndirnar hittist þá.

Fundi slitið kl. 14.15

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Eyþór Arnalds
Örnólfur Thorsson Júlíus Vífill Ingvarsson