Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 19. september, hélt menningarmálanefnd sinn 336. fund í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu: Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Kristín Blöndal, Júlíus Vífill Ingvarsson og Eyþór Arnalds. Auk þeirra sátu fundinn Margrét Bóasdóttir og Pjetur Stefánsson, fulltrúar B.Í.L. Einnig sátu fundinn Signý Pálsdóttir, Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, María Karen Sigurðardóttir, Álfrún Guðrúnardóttir, Sif Gunnarsdóttir og Anna Margrét Guðjónsdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Forstöðumanni Listasafns Reykjavíkur færðar árnaðaróskir nefndarinnar í tilefni af Íslensku safnaverðlaununum sem fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur hlaut í ár, ,,en deildin hefur sinnt listfræðslu til almennings af fagmennsku og verið leiðandi hvað varðar uppeldishlutverk innan safnastarfs á Íslandi’’ eins og segir í álitsgerð dómnefndar. Einnig lagt fram bréf, dags. 13. september 2001, frá Íslandsdeild ICOM og álitsgerð. Forstöðumaður dreifði sýnishornum af kynningar- og kennsluefni.

2. Menningarstofnanir og önnur svið. Lögð fram svör forstöðumanna Fræðslumiðstöðvar og ÍTR sbr. 335. fund nefndarinnar. Einnig greindi menningarmálastjóri frá samstarfi Leikskólaráðs við menningarstofnanir. Lögð áhersla á að fræðsluvísi menningarstofnana verði dreift víðar s.s. meðal félagsstarfs aldraðra. Einnig lögð áhersla á að unnin verði markviss áætlun um aukin tengsl menningarstofnana við aðrar stofnanir borgarinnar.

3. Lögð fram tillaga að skiptingu fjárhagsramma menningarmála árið 2002. Forstöðumönnum falið að vinna starfs- og fjárhagsáætlun á grundvelli hennar.

4. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Tillaga að breytingu á samþykkt lögð fram. Samþykkt og vísað til borgarráðs.

5. Lagt fram bréf frá Sjálfstæðu leikhúsunum, dags. 17. september 2001, þar sem óskað er eftir fjárhagsstuðningi vegna erlendra samskipta. Hafnað.

6. Forstöðumaður Gerðubergs og starfsfólk kynnti lauslega starfsemi hússins.

Fundi slitið kl. 14:00

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Kristín Blöndal Eyþór Arnalds