Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 5. september, hélt menningarmálanefnd sinn 335. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu: Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Auk þeirra sátu fundinn Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson fulltrúar B.Í.L. Einnig sátu fundinn Anna Margrét Guðjónsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Umræður um ramma menningarmála 2002.

2. Listskreytingasjóður. Staða málsins kynnt og rædd. Formanni falið að kynna Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarfulltrúa tillögu menningarmálanefndar sem lögð var fram og samþykkt á fundi nefndarinnar 15. ágúst sl.

3. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Breyting á samþykkt lögð fram. Frestað.

4. Lagt fram yfirlit um skiptingu kostnaðar menningarstofnana vegna tengsla skóla og menningarstofnana. Samþykkt. Einnig var samþykkt að fela skrifstofu menningarmála að athuga hvort á áætlun annarra nefnda innan þróunar- og fjölskyldusviðs væru fjárhagsliðir sem sérstaklega væru ætlaðir til tengsla viðkomandi málaflokks við menningarstofnanir borgarinnar.

5. Önnur mál. Lögð fram samþykkt borgarráðs dags. 28. ágúst 2001 um staðsetningu útilistaverksins "Vatnaflautan" e. Hafstein Austmann.

Lögð fram lög um listskreytingar opinberra bygginga og Listskreytingasjóð ríkisins.

Lagðar fram samkeppnisreglur Sambands ísl. myndlistarmanna

Lagður fram til kynningar Fræðsluvísir - kynningarrit um safnaheimsóknir og vettvangsferðir sem standa
grunnskólanemum til boða. Nefndin gerði góðan róm að ritinu.

Fundi slitið kl. 13.05

Guðrún Jónsdóttir
Anna Geirsdóttir Júlíus Vífill Ingvarsson
Örnólfur Thorsson