Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 8. ágúst, hélt menningarmálanefnd sinn 333. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00 Fundinn sátu: Guðrún Jónsdóttir formaður, Ásrún Kristjánsdóttir og Örnólfur Thorsson. Auk þeirra sátu fundinn Kjartan Ólafsson og Pjetur Stefánsson, fulltrúar B.Í.L. Einnig sátu fundinn Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Listskreytingasjóður. Formaður kynnti drög að tillögu um listskreytingasjóð. Vísað til síðari umræðu.

2. Kynnt voru sem trúnaðarmál niðurstöður faghópa er farið höfðu yfir umsóknir um starfslaun listamanna 2001. Eiríkur Þorláksson, Anna Eyjólfsdóttir og Pjetur Stefánsson f. myndlist og hönnun; Signý Pálsdóttir og Elísabet B. Þórisdóttir f. leiklist; Kjartan Ólafsson og Tryggvi M. Baldvinsson f. tónlist; Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir f. kvikmyndir og ljósmyndir; Anna Torfadóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir og Ragnhildur Bragadóttir fyrir bókmenntir og leikritun. Vísað til afgreiðslu á næsta fundi þ. 15. þ.m.

- Kl. 13:25 vék Anna Torfadóttir af fundi.

3. Önnur mál. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur bauð fundarmönnum til athafnar í Hafnarhúsi má. 13. ágúst kl. 14 þar sem Gérard Bosio frá Suður Frakklandi mun afhenda Listasafninu til gjafar fjögur grafíkverk eftir heimsþekkta erlenda listamenn frá sýningunni ,,The Human Rights Revisited", er haldin var í tilefni 50 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.

Fundi slitið kl. 13:50

Guðrún Jónsdóttir
Örnólfur Thorsson
Ásrún Kristjánsdóttir