Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 4. apríl, hélt menningarmálanefnd sinn 328. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Anna Geirsdóttir formaður, í forföllum Guðrúnar Jónsdóttur, Kristín Blöndal og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, María Karen Sigurðardóttir, Svanhildur Bogadóttir, Elísabet B. Þórisdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, Valgerður Bergsdóttir, Signý Pálsdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem skráði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram til samþykktar áætlaðar upphæðir fyrir árin 2002 og 2003 vegna starfssamninga til þriggja ára í tónlist og myndlist með fyrirvara um fjárhagsáætlun menningarmála fyrir viðkomandi ár. Menningarmálanefnd samþykkti upphæðirnar fyrir sitt leyti.

Valgerður Bergsdóttir fulltrúi BÍL óskaði eftir svohljóðandi bókun: "Hér með er óskað eftir að eftirfarandi verði bókað í tilefni starfssamninga við Nýlistasafn, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Gallerí i8. Þeir sýningarsalir og söfn, sem nú eru gerðir starfssamningar við, hafa þegið styrki til starfsemi sinnar undanfarin ár. Styrkirnir hafa verið rúmlega helmingur af þeim um það bil 10 millj. kr., sem veitt hefur verið til myndlistar undanfarin ár. Styrkveitingar til myndlistar eru við úthlutun árið 2001 9.2 millj.kr., þar af er upphæð starfssamninga til Nýlistasafns, Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Gallerís i8 fyrir árið 2001 kr. 6.6 millj. Mismunur er 2.6 millj. króna. Það sem eftir stendur til starfs myndlstarmanna er 2.6 millj. – og er þá hlutfall styrkupphæða við listamenn hinn ýmsu listgreina orðið ójafnt. Hér er fagnað framlögum til listgreina: leiklistar, kvikmynda, tónlistar, bókmennta, danslistar og sýningarsala myndlistar. Um leið er því fagnað, að styrkveitingar til verkefna myndlistarmanna verða aðskildar frá fjárveitingum til stofnana og sýningarsala og á þann hátt gerðar sýnilegri og afmarkaðri. Fjárhæð styrkveitinga til myndlistar mun þá líklega hækka við næstu úthlutun menningarmálanefndar, ef tekið er mið af því jafnræði, sem æskilegt er að viðhaft verði við úthlutun opinberrra fjárveitinga til listgreina.“

- Kl. 12:30 tók Elísabet B. Þórisdóttir sæti á fundinum.

2. Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur kynnti áfangaskýrslu Kristins E. Hrafnssonar um störf hans við skipulagningu og listræna útfærslu á Austurstræti í Reykjavík en verkið hefur hann unnið í nánu samstarfi við Kjartan Mogensen arkitekt.

3. Samþykkt var að skipa Önnu Geirsdóttur og Júlíus Vífil Ingvarsson sem fulltrúa menningarmálanefndar í starfshóp um Viðey.

4. Skýrsla tónlistarhóps Reykjavíkur Guitar Islancio lögð fram. Vísað til umsagnar dómnefndar.

5. Forstöðumaður Borgarbókasafns kynnti stöðu mála í fyrirhuguðu landskerfi bókasafna, sem Borgarbókasafn mun verða aðili að.

6. Styrkbeiðni Jakobs Frímanns Magnússonar, Helenu Jónsdóttur og Þorvaldar Þorsteinssonar lögð fram. Samþykkt að vísa til umsókna um styrki fyrir næsta ár.

- Kl. 12.55 vék María Karen Sigurðardóttir af fundi.

7. Hjálmtýr Heiðdal og Þór Elís Pálsson kynntu skipulagsbreytingu á heimilda og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama, þar sem auk aðalhátíðarinnar sem ferðast á milli borganna verði nú árleg ,,MiniNordisk Panorama" í þeim löndum sem ekki hýsa aðalhátíðina. Gerður hefur verið samningur við Árósa, Bergen, Malmö og Oulu og óskað eftir beiðni um samning við Reykjavíkurborg um þennan árlega atburð.

Fundi slitið kl. 13.20

Anna Geirsdóttir
Júlíus Vifill Ingvarsson Kristín Blöndal