Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Ár 2001, miðvikudaginn 21. mars, hélt menningarmálanefnd sinn 327. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Anna Geirsdóttir formaður, í forföllum Guðrúnar Jónsdóttur, Kristín Blöndal, Guðrún Pétursdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt sátu fundinn Eiríkur Þorláksson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Tryggvi M. Baldvinsson, Valgerður Bergsdóttir, Signý Pálsdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem skráði fundargerð. Pétur H. Ármannsson var gestur fundarins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju til umsagnar erindi Borgarskipulags frá 22. febrúar varðandi breytingar á Pósthússtræti 11 - Hótel Borg. Lagt fram til kynningar bókun Húsafriðunarnefnd ríkisins dags. 3. nóv. 2000. Pétur H. Ármannsson kynnti sjónarmið byggingalistadeildar Listasafns Reykjavíkur.

- Kl. 12.45 vék Pétur H. Ármannsson af fundi.

Meirihluti nefndarinnar (3:1) var samþykk því að leyft yrði að breyta þaki Hótels Borgar. Kristín Blöndal og Guðrún Pétursdóttir gerðu svohljóðandi bókun: Kristín Blöndal og Guðrún Pétursdóttir telja að fyrirhuguð glerbygging á turnþaki Hótels Borgar stingi í stúf við stíl byggingarinnar og verði ekki til prýði. Þær leggja því til að glerbyggingin verði ekki heimiluð. Anna Geirsdóttir gerði grein fyrir mótatkvæði sínu með svohljóðandi bókun: Fyrirhugaðar breytingar á þaki Hótels Borgar munu riðla þaklínu hússins og þar með heildrænu útlit húsalínunnar við Pósthússtræti. Einnig vek ég athygli á bókun húsafriðunarnefndar dags. 3. nóv. 2000 þar sem nefndin leggst gegn breytingum á suður- og vesturhlið hússins en er opin fyrir hugmyndum um stækkun hússins til austurs og þar með til aukinnar nýtingar.

2. Listaverkakaup. Eiríkur Þorláksson lagði fram svohljóðandi tillögu að listaverkakaupum: Guðmundur Benediktsson: "Konstrúksjón", 1955-57 - járn 90x30x25 cm Hörður Ágústsson: "Án titils", 1953-1962, - 5 verk, 4 teikningar í hverju verki, 60x60 cm hvert. Róska (Ragnhildur Óskarsdóttir) alls 14 verk frá árunum 1964-1993. Tillagan var samþykkt. Kjartan Magnússon sat hjá.

3. Anna Margrét Guðjónsdóttir menningarfulltrúi lagði fram til kynningar drög að verkáætlun Viðeyjar og óskaði eftir tilnefningu fulltrúa menningarmálanefndar í stýrihóp. Samþykkt. Tilnefningu fulltrúa nefndarinnar frestað til næsta fundar.

- Kl. 13:30 vék Guðný Gerður Gunnarsdóttir af fundi.

4. Menningarmálastjóri lagði fram bréf dags. 20. mars frá faghópi, skipuðum Hallmari Sigurðssyni, Ragnheiði Tryggvadóttur og Signýju Pálsdóttur, þar sem gerð er tillaga að starfssamningi til þriggja ára við Leikfélag Íslands, Kaffileikhúsið og Möguleikhúsið. Tillagan var samþykkt.

Einnig lagði menningarmálastjóri fram tillögu um framlag borgarinnar til starfssamninga í leiklist og tónlist árin 2002 og 2003. Tillögunni frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 14:00

Anna Geirsdóttir
Guðrún Pétursdóttir Kristín Blöndal
Kjartan Magnússon