Menningar- og ferðamálaráð
MENNINGARMÁLANEFND
Ár 2001, miðvikudaginn 7. mars, hélt menningarmálanefnd sinn 326. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson og Eyþór Arnalds. Jafnframt sátu fundinn Anna Torfadóttir, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, María Karen Sigurðardóttir, Guðbrandur Benediktsson, Þór Vigfússon, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem skráði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Tillaga að verðskrá Ljósmyndasafns Reykjavíkur lögð fram og samþykkt.
- Kl. 12:40 véku Anna Torfadóttir, Guðbrandur Benediktsson og María Karen Sigurðardóttir af fundi.
2. Lagt fram að nýju bréf Borgarskipulags dags. 16. febrúar 2001 ásamt umsögn borgarminjavarðar og Nikulásar Ú. Mássonar dags. 28. febrúar 2001 um tillögu að nýju deiliskipulagi í Grjótaþorpi. Borgarminjavörður óskaði eftir að fá að gera breytingu á umsögn sinni eftir að hún var lögð fram. Umsögnin var samþykkt þannig breytt. Menningarmálanefnd vekur sérstaka athygli á mikilvægi Vaktarabæjarins og vill að gengið verði formlega frá friðun hans. Þá vekur nefndin athygli á mikilvægi fiskverkunararhúsanna á lóð nr. 4 v/Aðalstræti f. götumynd Fischersunds. 3. Lagt fram bréf frá Borgarskipulagi dags. 2. mars. 2001 m/tilvísun til gerðabókar skipulags- og byggingarnefndar dags. 28. feb. s.á. ásamt umsögn borgarminjavarðar um breytingar á deiliskipulagi á lóð Ártúnsskóla og þá um leið breytingu á safnsvæði Árbæjarsafns. Menningarmálanefnd samþykkti umsögnina en vill orða síðustu málsgrein þannig: "Það er nauðsynlegt að árétta að ekki verði þrengt frekar að safninu en orðið er. Til þess að það hafi möguleika á að halda sérkennum sínum og þróast eins og deiliskipulag segir um má alls ekki skerða safnsvæðið frekar." Jafnframt leggur nefndin áherslu á að öll framkvæmd málsins bæði hvað varðar frágang, nýbyggingar og lóðamörk verði í samráði við Árbæjarsafn.
4. Lagt fram til umsagnar erindi frá Borgarskipulagi um breytingar á Hótel Borg, Pósthússtræti 11. Frestað.
5. Lögð fram tillaga borgarminjavarðar og Nikulásar Ú. Mássonar um friðun á húsum á Grófarreit. Menningarmálanefnd samþykkti tillöguna og leggur til að spennistöðvarnar v/Bókhlöðustíg og Klapparstíg verði einnig friðaðar. Borgarminjaverði falið að undirbúa tillögu að friðun þeirra.
6. Lögð fram til kynningar tillaga að verðskrá fyrir útleigu og leiðsögn vegna Viðeyjar og Árbæjarsafns. Aðgangseyrir hefur þegar verið samþykktur af borgarráði.
7. Lögð fram til kynningar umsögn borgarminjavarðar og Nikulásar Ú. Mássonar um Hljómskálagarð og flutning gamalla húsa þangað. Nefndin þakkar umsögnina og óskar jafnframt eftir að fá til skoðunar hugmyndir Borgarskipulags um garðskála (pavillion) í garðinum.
8. Lagðar fram til afgreiðslu verklagsreglur vegna umsagna er varða minjavörslu í Reykjavík. Frestað til næsta fundar.
9. Önnur mál. Borgarminjavörður ræddi væntanlegt samstarf Ljósmyndasafns og Árbæjarsafns við Þjóðminjasafnið um skráningarkerfið Sarp.
Fundi slitið kl. 14.00
Guðrún Jónsdóttir
Eyþór Arnalds Anna Geirsdóttir
Örnólfur Thorsson