Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2001, miðvikudaginn 28. febrúar, hélt menningarmálanefnd sinn 325. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 17.30. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson, Eyþór Arnalds og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Tryggvi M. Baldvinsson, Valgerður Bergsdóttir og Signý Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Lögð fram umsögn borgarminjavarðar um tillögur Borgarskipulags á nýju deiliskipulagi í Grjótaþorpi. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

2. Lögð fram tillaga Eiríks Þorlákssonar og Valgerðar Bergsdóttur varðandi endurbyggingu vesturhluta Austurstrætis. Menningarmálanefnd samþykkti tillöguna og óskar jafnframt eftir kostnaðaráætlun hlutdeildar Listasafns Reykjavíkur og leggur til að hugmyndin verði kynnt fyrirtækjum á svæðinu.

3. Styrkumsóknir og starfssamningar. Menningarmálanefnd samþykkti að leita heimildar borgarráðs til að gera starfssamning við eftirtalda aðila ti þriggja ára, sbr. sérstakt erindi til borgarráðs. Framlag á árinu 2001 yrði úr styrkjaramma nefndarinnar: Caput, kr. 2.000.000 Kammersveit Reykjavíkur, kr. 1.600.000 Tónskáldafélagið vegna Myrkra músikdaga, kr. 700.000 Kammermúsikklúbburinn, kr. 350.000 Lúðrasveitin Svanur, kr. 350.000 Lúðrasveit verkalýðsins, kr. 350.000 Lúðrasveit Reykjavíkur, kr. 350.000 Félag Nýlistasafnsins, kr. 2.900.000 Gallerí i8, kr. 800.000 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, kr. 2.900.000

Samþykkt var einnig að úthluta eftirtöldum aðilum styrki menningarmálanefndar fyrir árið 2001:

kr. Bíliðnafélagið / Félag blikksmiða 250.000 Börn og bækur (Íslandsdeild IBBY) 100.000 Kirkjulistahátíð 500.000 Ljóð.is 200.000 Reykjavíkurakademían 300.000 Atonal Future 200.000 Blásarakvintett Reykjavíkur 300.000 Blásarasveit Reykjavíkur 300.000 Camerarctica 300.000 Ung Nordisk Musik 200.000 Íslensk tónverkamiðstöð 700.000 Musica Antiqua 250.000 Schola Cantorum 350.000 Vox Feminae 250.000 Tríó Reykjavíkur 200.000 Sinfóníuhljómsveit áhugamanna 350.000 Collegium Musicum 400.000 Félag ísl. tónlistarmanna 200.000 Mótettukór Hallgrímskirkju 300.000 Söngsveitin Fílharmónía 300.000 Listvinafélag Hallgrímskirkju 300.000 Skagfirska söngsveitin 200.000 Guðrún Kristjánsdóttir og Dagur K. Pétursson 500.000 Harpa Björnsdóttir 250.000 Félag ísl. myndlistarmanna 300.000 Listasafn ASÍ 300.000 Galleri@hlemmur.is 300.000 Íslensk Grafík 200.000 Myndhöggvarafélagið í Reykjavík 800.000 Íslenska kvikmyndasamsteypan 800.000 Stuttmyndadagar í Reykjavík 600.000 Jasshátíð í Reykjavík 550.000

Auglýstir hafa verið starfssamningar til sviðslistahópa til 3ja ára. Beðið verður með afgreiðslu styrkja til leiklistar og danslistar, þar til ákveðið hefur verið hverjir hljóta starfssamning. Samþykkt var að til þessa yrði varið: Starfssamningar við sjálfstæð leikhús eða sviðslistahópa 3.000.000 Styrkir til leiklistar og danslistar 3.450.000

Styrkir menningarmálanefndar árið 2001 samtals að upphæð kr. 29.800.

Fundi slitið kl. 19.30

Guðrún Jónsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Anna Geirsdóttir
Eyþór Arnalds Örnólfur Thorsson