Menningar- og ferðamálaráð - og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð

MENNINGARMÁLANEFND

Árið 2001, miðvikudaginn 21. febrúar, hélt menningarmálanefnd sinn 324. fund í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 12.00. Fundinn sátu Guðrún Jónsdóttir formaður, Anna Geirsdóttir, Örnólfur Thorsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Anna Torfadóttir, Eiríkur Þorláksson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, María Karen Sigurðardóttir, Svanhildur Bogadóttir, Tryggvi Baldvinsson, Valgerður Bergsdóttir, Signý Pálsdóttir og Unnur Birgisdóttir sem ritaði fundargerð. Jóhannes Kjarval var gestur fundarins.

1. Lagt fram til kynningar erindi frá myndlistarmönnum á Korpúlfsstöðum og boð um heimsókn í vinnustofur þeirra og nýopnaða sýningaraðstöðu. Kannaðir verða möguleikar á að halda þar fund og skoða Korpúlfsstaði í leiðinni.

2. Lagt fram svarbréf menningarmálastjóra v/áskorunar til stjórnenda Reykjavíkurborgar frá núverandi og fráfarandi formönnum Félags ísl. listdansara. Svar menningarmálastjóra samþykkt.

3. Lagt fram bréf borgarráðs v/landlistarsýningar v/Rauðavatn.

4. Lagt fram til kynningar erindi frá Kaffileikhúsinu, þar sem kynnt er starfsemi og framtíðarhorfur leikhússins.

5. Lögð fram verðskrá Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Frestað til næsta fundar.

6. Lagt fram til kynningar nýtt deiliskipulag Grjótaþorps sem Jóhannes Kjarval, Borgarskipulagi, skýrði. Óskað eftir umsögn borgarminjavarðar á næsta fundi (28.02) og kynningu á húsakönnun á fundi 7. mars nk.

7. Lagt fram bréf frá gatnamálastjóra vegna framkvæmda í Austurstræti. Vísað til umsagnar forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur.

8. Lögð fram tillaga Orkuveitu Reykjavíkur um staðsetningu brjóstmyndar af Steingrími Jónssyni, fyrrv. rafmagnsstjóra, við Rafstöðina við Elliðaár. Tillagan var samþykkt.

9. Styrkveitingar menningarmálanefndar 2001. Frestað til aukafundar menningarmálanefndar 28. febrúar nk.

10. Önnur mál. Lagt fram erindi frá Ísl. tónverkamiðstöð þar sem farið er fram á aðstoð borgaryfirvalda við útvegun húsnæðis fyrir starfsemina.

- Kl. 13.45 vék Guðný Gerður Gunnarsdóttir af fundi.

Lagður fram bæklingur um sýningu Ljósmyndasafnsins um sýninguna "Eyðibýli" sem stendur yfir til 1. mars.

Lögð fram umsögn Eiríks Þorlákssonar um styrkumsókn Tolla (Þorláks Morthens). Vísað til afgreiðslu styrkja á næsta fundi.

Fundi slitið kl. 14.00

Guðrún Jónsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Anna Geirsdóttir
Örnólfur Thorsson