Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2013, mánudaginn 24. júní var haldinn 192. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.34. Viðstaddir: Einar Örn Benediktsson formaður, Diljá Ámundadóttir, Eva Baldursdóttir, Guðni Rúnar Jónasson, Áslaug Friðriksdóttir, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, og Þór Steinarsson. Áheyrnarfulltrúi SAF: Þórir Garðarsson. Af hálfu starfsmanna: Svanhildur Konráðsdóttir, Signý Pálsdóttir, Berglind Ólafsdóttir og Auður Halldórsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. júní 2013 um að Freyja Steingrímsdóttir taki sæti Guðrúnar Jónu Jónsdóttur sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði og að Guðni Rúnar Jónasson taki sæti Óskar Vilhjálmsdóttur sem varamaður í ráðinu. (RMF13010020)
2. Lögð fram drög að leiðarljósi og markmiðum menningarstefnu Reykjavíkurborgar dags. 21. júní 2013. Einar Örn Benediktsson formaður starfshóps um endurskoðun menningarstefnu Reykjavíkurborgar.
a. (RMF13050006)
3. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
a. sem sent var 19. janúar 2012 með bókun ráðsins frá 16. janúar 2012 vegna ályktunar Samtaka ferðaþjónustunnar um stækkun griðasvæðis hvala á Faxaflóa ásamt ályktun Samtaka ferðaþjónustunnar dags. 15. nóvember 2011.
b.
Menningar- og ferðamálaráð bókar að nýju svohljóðandi:
i. Menningar og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar ítrekar að hvalaskoðun er mikilvæg fyrir ferðaþjónustu höfuðborgarinnar og er í samræmi við Ferðamálastefnu Reykjavíkur 2011-2020. Allar hugmyndir um minnkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa ber að íhuga vandlega þar sem ríkir hagsmunir íslenskrar ferðþjónustu eru að veði.
4. Lögð fram 4 mánaða staða Menningar- og ferðamálasviðs. Trúnaðarmál.
5. Halldóra Káradóttir skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu og Birgir Björn Sigurjónsson fjármálastjóri komu á fundinn og kynntu forsendur fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2014-2018.
6. Lögð fram úttekt Centra um kosti og galla þess að sameina Minjasafn Reykjavíkur, Víkina-Sjóminjasafnið í Reykjavík, Viðey og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Bjarni Snæbjörn Jónsson kom á fundinn og kynnti skýrsluna. Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og Sigríður Kristín Birnudóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni komu einnig á fundinn. Trúnaðarmál.
7. Lagt fram minnisblað verkefnastjóra barnamenningar um Den kulturelle skolesekken (Menningarbakpokann). (RMF13040005)
Fundi slitið kl. 15.54
Einar Örn Benediktsson Diljá Ámundadóttir
Eva Baldursdóttir Guðni Rúnar Jónasson
Áslaug Friðriksdóttir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Þórir Steinarsson